Buðu Íslandi aðeins 6,5% makrílkvótans 16. desember 2011 06:00 Makríll. Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stjórnvöld hafa lýst tillögunni sem skrefi aftur á bak í viðræðum aðila en samkvæmt heimildum er það vegna þess að ESB hafði gert að tillögu sinni að hlutdeild Íslands yrði 8% á fundi í London í haust. Eins hafi ESB nefnt enn hærri tölur fyrr í samningaviðræðum strandríkjanna. Í tilkynningu íslenskra stjórnvalda frá 9. desember er tillögunni lýst sem „algjörlega óraunhæfri“. Því er makríldeilan í verri hnút en um langt skeið enda fjarlægjast samningsaðilar augljóslega með þessari nýjustu tillögu ESB og Noregs. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald viðræðnanna. Eins og kunnugt er hefur hlutdeild Íslands í veiðum undanfarinna tveggja ára verið um 16%, eða 130 til 150 þúsund tonn, sem markar viðmið Íslands í viðræðunum. Nú liggur fyrir að útflutningsverðmæti makríls var um 30 milljarðar króna á þessu ári. Miðað við forsendur ársins 2011 er hvert prósent í aflahlutdeild í makríl því um tveir milljarðar króna. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan heildarafla fyrir árið 2012 eru 639 þúsund tonn. Noregur og ESB tóku sér rúmlega 90% af ráðlögðum heildarafla ársins 2011, án tillits til veiða Íslendinga, Færeyinga og Rússa. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að að óbreyttu verði hlutdeild Íslands í heildarveiðunum áfram um 16% á næsta ári.- shá Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Sameiginleg tillaga Evrópusambandsins (ESB) og Noregs, sem lögð var fram á fundi strandríkjanna í Clonakilty á Írlandi í síðustu viku, gerði aðeins ráð fyrir 6,5% hlutdeild Íslands í sameiginlegum makrílkvóta frá og með næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stjórnvöld hafa lýst tillögunni sem skrefi aftur á bak í viðræðum aðila en samkvæmt heimildum er það vegna þess að ESB hafði gert að tillögu sinni að hlutdeild Íslands yrði 8% á fundi í London í haust. Eins hafi ESB nefnt enn hærri tölur fyrr í samningaviðræðum strandríkjanna. Í tilkynningu íslenskra stjórnvalda frá 9. desember er tillögunni lýst sem „algjörlega óraunhæfri“. Því er makríldeilan í verri hnút en um langt skeið enda fjarlægjast samningsaðilar augljóslega með þessari nýjustu tillögu ESB og Noregs. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald viðræðnanna. Eins og kunnugt er hefur hlutdeild Íslands í veiðum undanfarinna tveggja ára verið um 16%, eða 130 til 150 þúsund tonn, sem markar viðmið Íslands í viðræðunum. Nú liggur fyrir að útflutningsverðmæti makríls var um 30 milljarðar króna á þessu ári. Miðað við forsendur ársins 2011 er hvert prósent í aflahlutdeild í makríl því um tveir milljarðar króna. Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) um leyfilegan heildarafla fyrir árið 2012 eru 639 þúsund tonn. Noregur og ESB tóku sér rúmlega 90% af ráðlögðum heildarafla ársins 2011, án tillits til veiða Íslendinga, Færeyinga og Rússa. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að að óbreyttu verði hlutdeild Íslands í heildarveiðunum áfram um 16% á næsta ári.- shá
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira