Búa átta fanga undir að bera ökklaband 15. desember 2011 06:00 ÖKKLABANDIÐ Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sýnir ökklaband. Bandið sem notað verður hjá Fangelsismálastofnun verður örlítið minna í sniðum en það sem sýnt er á myndinni.fréttablaðið/GVA Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira
Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Fleiri fréttir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Sjá meira