Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2011 06:00 Dóra María Lárusdóttir. Mynd/Daníel Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn. Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum. „Við setjum svolítið pressuna á okkur sjálfar að ætla að skora snemma og vorum því orðnar örvæntingarfullar of snemma. Það voru samt alveg tuttugu mínútur eftir þegar við skoruðum en það var léttir að fá þetta mark. Við viljum halda okkur á toppnum í riðlinum og því skipti þetta sigurmark okkur miklu máli,“ sagði Dóra María Lárusdóttir, en hún kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu. Þá voru íslensku stelpurnar búnar að bíða eftir marki í 216 mínútur, allt frá því að þær skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik í sigri á Noregi. „Ég held að það sé enginn sáttur við að byrja á bekknum en ég er þakklát fyrir þær mínútur sem ég fékk. Það er alltaf skemmtilegt að skora og ég held að ég sé bara sátt með minn leik,“ segir Dóra en hvaða skilaboð fékk hún frá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni? „Siggi sendi mig inn á til að breyta leiknum held ég,“ sagði Dóra María í léttum tón en hvernig var markið? „Þetta var skalli sem markmaðurinn nær ekki að halda og missir hann aðeins frá sér. Ég er fyrst á staðinn og rétt næ að pota honum yfir línuna,“ sagði Dóra María, sem viðurkennir að leikmenn hafi verið farnir að hafa áhyggjur þegar langt var liðið og markið var ekki komið. „Þetta verður pínu stress hjá okkur. Við fengum allar dauðafæri í Belgíuleiknum og fundum kannski fyrir pressu á að klára færin okkar. Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi,“ sagði Dóra María, en hún fylgdi þá eftir skalla Margrét Láru Viðarsdóttur. „Við fengum eitt til tvö fín færi en við náðum samt ekki að skapa okkur nógu mikið í þessum leik. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að skoða. Þetta var ekkert alslæmt hjá okkur en við höfum oft spilað betur og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég er nokkuð viss um það að við þurfum betri leik á móti Norður-Írunum því ég held að þær séu með sterkara lið,“ segir Dóra María, en Ísland mætir Norður-Írlandi í Belfast á miðvikudaginn.
Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira