Sex sterk og jöfn lið í karlaboltanum í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2011 06:00 Stuðningsmenn FH fóru mikinn síðasta vetur og það verður áfram veisla í Krikanum ef eitthvað mark er takandi á spá forráðamanna. Mynd/Hag Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira
Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Sjá meira