Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna 12. maí 2011 06:15 Breytingar Útvegsmenn segja lítið vit í að draga hundruð báta á sjó til strandveiða á meðan atvinnumenn í greininni sitji atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. Fréttablaðið/stefán Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira