Óttast að fá ekki að njóta uppbyggingar fiskistofna 12. maí 2011 06:15 Breytingar Útvegsmenn segja lítið vit í að draga hundruð báta á sjó til strandveiða á meðan atvinnumenn í greininni sitji atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. Fréttablaðið/stefán Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bæði útgerðarmenn og sjómenn gera alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem kynnt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í gær. Þeir óttast að fá ekki að njóta uppbyggingarstarfs á fiskistofnunum þrátt fyrir að hafa fært fórnir. „Okkur líst afar illa á þá búta sem hafa verið að sjást úr þessu frumvarpi í fréttum undanfarna daga," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). „Mér sýnist þetta jaðra við skemmdarverk á íslenskum sjávarútvegi, svo ég segi ekki meira." Hann segir frumvarpið ganga þvert gegn þeim markmiðum að byggja upp traust á því að hægt sé að byggja upp með varanlegum hætti í þessari atvinnugrein. „Núna er loksins að verða búið að byggja upp þorskstofninn með því að draga verulega úr aflaheimildum, og svo á að hirða stóran hluta af því og ráðstafa til strandveiðimanna, sem eru flestir búnir að selja aflaheimildir. Nú á að hirða heimildirnar af þeim sem keyptu af strandveiðimönnunum og láta þá hafa þær aftur," segir Friðrik. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er einnig ósáttur við að sjómenn fái ekki að njóta uppbyggingar á fiskistofnunum. Hann segir sjómenn hafa misst tekjur og margir hafi misst vinnuna vegna aflasamdráttar undanfarinna ára. Nú þegar horfi til betri vegar eigi ábatinn að fara til annarra en þeirra sem fært hafi fórnirnar.Sævar GunnarssonSævar, sem hafði ekki séð frumvarpið þegar Fréttablaðið hafði samband, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki birt frumvarpið opinberlega fyrr. Ljóst sé að tekist verði á um málið og þá þurfi að fá það upp á yfirborðið sem fyrst. Friðrik gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á samráði við útvegsmenn. „Þetta svokallaða samráð er bara sýndarmennska," segir Friðrik. Hann segir að kalla hefði átt hagsmunaaðila að borðinu við undirbúning frumvarpsins. Þó að frestur verði gefinn til að gera athugasemdir bendi fæst til þess að stjórnvöld ætli sér að hlusta á andstæð sjónarmið í málinu. Framtíðarsýnin í sjávarútvegi, verði frumvarpið að lögum, er einföld, segir Friðrik: „Við verðum með mun lakari sjávarútveg en áður ef þetta gengur eftir, það blasir við, og þá lakari tekjur líka." Hann segir lítið vit í því að draga hundruð báta á flot til strandveiða yfir sumartímann, á meðan atvinnumenn í greininni séu atvinnulausir vegna skorts á aflaheimildum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira