Landið mitt góða Haraldur F. Gíslason skrifar 3. maí 2011 06:00 Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í suðsuðaustan sódavatni og finna rigninguna berja andlitið. Þannig er Ísland, við breytum því ekki. Það er samt fullt af hlutum á Íslandi sem við getum breytt. Þar er ekki allt í lagi hvernig við skiptum piztsunni. Mig langaði ekki að nota orðið „þjóðarkaka“, það er eitthvað svo mikil pólitík í því. Samt er pitsa ekki beint þjóðlegur matur en það er reyndar kaka ekki heldur. Það er ekki í lagi að fiskiprinsar séu í skrúfusleik við sjálfan sig. Þeir ætla að ráða því áfram hvernig pitsunni er skipt. Fiskipitsa er ekki vinsæl á Íslandi í dag. Það eru ekki margir sem panta hana. Fiskiprinsar leita nú allra leiða til að halda sinni stóru sneið af pitsunni. Það er svo sem ekkert erfitt að setja sig í spor þeirra. Það langar engan að taka strætó þegar hann getur ferðast um á þyrlum, og þó. Margir segja að fiskiprinsar eigi allt áleggið á pitsunni og þess vegna fái þeir stærstu sneiðina. Samt sækja þeir ekki áleggið sjálfir heldur láta sæhetjur um áleggssöfnunina. Sæhetjur eru hörkunaglar, ég fíla sæhetjur. Það er ekki í lagi að leikskólakennarar fái bara rétt að narta í skorpuna á pitsunni. Sumir segja að leikskólakennarar skapi engin verðmæti. Það er heimskulegt tal. Góður leikskólakennari getur skapað meiri verðmæti á starfsævi sinni en fiskiprins getur nokkurn tímann dreymt um. Leikskólakennari er með beinan aðgang að einstaklingi á mest mótandi tíma ævi hans. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Stundum hendir sæhetja litlum fiskum í sjóinn því að fiskiprinsar fá meiri pening fyrir stóra fiska. Það er kallað brottkast. Leikskólakennari fær jafn lítinn pening fyrir stóran einstakling og lítinn einstakling. Allir einstaklingar eru honum jafn verðmætir. Stundum neyðist góður leikskólakennari til að finna sér annan starfsvettvang vegna þess að hann getur ekki keypt fisk fyrir launin sem hann fær fyrir að kenna öllum jafn verðmætu einstaklingunum. Það er kallað brottfall. Nú fer í hönd tími þar sem leikskólakennarar ætla að berjast með kjafti og klóm gegn brottfalli. Við erum búin að fá nóg af innihaldslausum upphrópunum um mikilvægi okkar. Við viljum að mikilvægi okkar verði metið eftir því hversu mikinn fisk við getum keypt um hver mánaðamót. Við erum mjög sanngjörn í okkar kröfum. Leikskólakennarar hafa dregist aftur úr öðrum stéttum með svipaða menntun. Það verðum við að laga og það strax, annars verður mikið brottfall úr stéttinni og því megum við alls ekki við. Við biðjum um stuðning ykkar kæra þjóð. Hvernig landi viljum við búa í?
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun