Úrslit Íslensku tónlistarverðlaunanna 9. mars 2011 07:00 Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Fréttablaðið/Vilhelm Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin dreifðust á margar hendur þegar þau voru afhent í sautjánda sinn í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Jón Þór Birgisson, Jónsi, átti bestu plötu ársins í rokk- og poppflokki, Go, sem kom út við góðar undirtektir í fyrra. Stutt er síðan sama plata var valin besta norræna plata ársins við hátíðlega athöfn í Noregi. „Hamingjan er hér“ með Jónasi Sigurðssyni var kjörið lag ársins. Þau naut mikilla vinsælda á síðasta ári en það kom út á annarri plötu Jónasar, Allt er eitthvað. Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur átt góða endurkomu að undanförnu, var valinn textahöfundur ársins fyrir textana á plötunni Skrýtin veröld sem kom út fyrir jólin. Hann var tilnefndur til þrennra verðlauna og voru það fyrstu tilnefningar hans á löngum ferli. Ólöf Arnalds varð fyrir valinu sem tónhöfundur ársins og bar hún þar sigurorð af köppum á borð við Jónsa, Bjartmar og Skúla Sverrisson. Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil voru valdir tónlistarflytjendur ársins fyrir tónleika sína á Listahátíð og óperusöngvarinn Kristinn Sigmundsson hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir rödd ársins. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason var valinn bjartasta vonin. Hann þykir einn efnilegasti trompetleikari sem komið hefur fram um árabil. Þá fékk hönnuðurinn Sigurður Eggertsson verðlaun fyrir umslag ársins við plötuna Pólýfónía með Apparat Organ Quartet, auk þess sem Jóel Pálsson átti hljómplötu ársins í djassflokki, Horn. Heiðursverðlaunahafi ársins, Þórir Baldursson útsetjari, tónskáld, píanóleikari og Hammond-fjölfræðingur tók við viðurkenningu sinni og nokkrir samferðamenn hans og vinir hylltu hann með tónlistarflutningi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira