Hlutgervingarnir Bjartmar Þórðarson skrifar 27. janúar 2011 06:00 Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun