Hlutgervingarnir Bjartmar Þórðarson skrifar 27. janúar 2011 06:00 Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum sjáum við á hverjum degi heimilisvini sem eru fyrir löngu orðnir hluti af tilveru okkar. Rappdónar og aðrir töffarar sem bera ekki virðingu fyrir neinu, beita ofbeldi og taka það sem þeir vilja. Kvendúkkur með fullkomið vaxtarlag og óbeislaða kynhvöt sem ekkert fær kæft. Þessar leikpersónur eiga það sameiginlegt að vera tálsýnir sem höfða til helstu veikleika okkar og selja okkur þannig ákveðinn lífsstíl. Þær eru holdtekjur þess sem við erum ekki. Engu að síður þrá fleiri en vilja viðurkenna það að uppfylla staðlana, að ýkja kvenleika sinn eða karlmennsku. Þessi þrá er löngun í að vera eftirsóknarverður og ósnertanlegur. Þrá eftir því að vera ekki mannlegur, heldur lýtalaust ofurmenni eða -kvendi. Því lengra sem við göngum í að uppfylla þessar væntingar, þeim mun stærri verður blekkingarvefurinn og þeim mun ómanneskjulegri verða samskipti fólks. Ef við hættum að vera raunverulegt fólk eru síðan líkur á því að aðrir fari að trúa lyginni. Og hvers vegna að fara vel að manneskju sem er ekki raunveruleg? Draumurinn um manneskjulegra þjóðfélag þar sem ofbeldi af öllum toga er fordæmt kallar á að við horfumst í augu við okkur sjálf. Við erum ekki hlutir, kynlífsdúkkur eða HeMan-kallar. Af hverju ekki að taka niður grímurnar og hætta að hlutgera okkur sjálf? Gæti slíkt mögulega verið fyrsta skrefið í áttina að því að hætta að hlutgera aðra? Hlutgerving manneskju er í beinni andstöðu við samkennd og því er baráttan gegn hlutgervingunni samofin baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Líkami fatafellu er ekki óæðri eða leyfilegra skotmark kynferðisofbeldis en líkami húsmóður, sem er staðreynd sem dúkkuvæðingin reynir ötullega að láta okkur gleyma. Körlum eru síðan einnig settir óraunhæfir staðlar. Samkvæmt þeim er harka vald og eiga þeir að sýna það vald í verki - oft með skelfilegum afleiðingum fyrir bæði kynin. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun