Greiningarfyrirtæki telur byrðina af Icesave hóflega 14. janúar 2011 05:30 Beðið eftir úrslitunum. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um Icesave í fyrra. Hér má sjá stjórnmálaforingja bíða eftir niðurstöðum. Lög Alþingis voru kolfelld. Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is Icesave Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira
Ef ekkert óvænt gerist ætti Icesave-samningurinn að vera hófleg byrði á ríkissjóði, gangi grunnspár eftir. Þetta er mat IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækis á sviði fjármála og greininga. Fyrirtækið lagði mat á nýjan Icesave-samning að ósk fjárlaganefndar Alþingis. Nefndin fjallar þessa dagana um samninginn og fer yfir umsagnir sem um hann bárust. Niðurstaða IFS er að samningurinn breyti ekki greiðsluhæfi ríkissjóðs að neinu marki, „nema þá helst til batnaðar í gegnum óbein áhrif svo sem betra lánshæfismat,“ aðrir þættir hafi mun meiri áhrif á greiðsluhæfið. IFS telur að mögulega séu forsendur til þess að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði geti staðið undir viðbótargreiðslum af Icesave ef aðstæður þróast áfram jákvætt og nafngengi krónunnar styrkist ekki um of. Takist það ekki þurfi að fjármagna þær viðbótarafborganir með nýjum lántökum. Er mat IFS að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ætti skuldsetning ríkissjóðs ekki að aukast meira en að hámarki um fimm prósent vegna samningsins. Þó er bent á að mögulegt sé að kostnaðurinn verði mun hærri. Það myndi gerast ef krónan veiktist verulega eða endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans yrðu mun minni en áætlað er. Slíkt gæti hæglega gerst ef efnahagslífið yrði fyrir nýju áfalli eða verðbólga ykist. Einnig gætu nýjar þrengingar erlendis rýrt gæði þrotabús Landsbankans og verðmæti útflutnings héðan. Fyrirtækið segir að væntanlega yrðu slíkar aðstæður tímabundnar og að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar í samningnum myndu viðhalda góðu greiðsluhæfi. IFS víkur að öðrum efnahagslegum þáttum. Fyrirtækið telur hreina erlenda skuldastöðu enn of háa og einnig háa í alþjóðlegum samanburði. Mikilvægt sé að lækka hana sem mest og hraðast. Háar erlendar skuldir hafi tilhneigingu til að draga úr hagvexti í gegnum samdrátt í fjárfestingum. Þá geti skattahækkanir haft neikvæð áhrif á hagvöxt. Þær dragi úr fjárfestingum og vinnufýsi. Óvissa sé um hagvaxtarhorfur í nágrannalöndunum og margir telji að fram undan sé stöðnunarskeið sem gæti staðið í nokkur ár. Grípa þurfi tækifæri til hagvaxtaraukningar svo hægt sé að greiða niður erlendar skuldir og auka lífsgæði. bjorn@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Sjá meira