Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 16-21 Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 19. desember 2011 15:42 Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Haukar unnu slaginn um Hafnarfjörðinn í kvöld, 21-16. Leikurinn var hræðilega spilaður lengstum en Haukar áttu ótrúlegan lokasprett sem skilaði þeim sigrinum. Fyrri hálfleikur var hreint ótrúlega illa leikinn af beggja hálfu. Varnarleikur liðanna ágætur en sóknarleikurinn skammarlega lélegur. Liðin misstu bæði boltann hvað eftir annað á ævintýralega klaufalegan hátt. Ólafur Gústafsson var eini maðurinn sem spilaði sóknarleik og Daníel Freyr varði frábærlega. Þrátt fyrir það leiddi FH aðeins með einu marki í leikhléi. 8-7 sem eru ótrúlegar tölur í nútímahandbolta. FH-ingar höfðu tökin framan af síðari hálfleik og náðu í tvígang þriggja marka forskoti. Síðast 13-10. Þá snérist leikurinn algjörlega. Aron Rafn lokaði markinu, Gylfi datt í stuð í sókninni og Haukar tóku öll völd. Jöfnuðu leikinn og sigu svo fram úr. FH-ingar stóðu ráðalausir hjá á meðan nágrannar þeirra hreinlega keyrðu yfir þá síðustu tíu mínútur leiksins. FH kastaði boltanum hvað eftir annað frá sér og Haukar refsuðu. Þeir unnu lokakaflann 11-3 og unnu sætan fimm marka sigur. Haukarnir fara þar með inn í jólafríið með fimm stiga forskot á toppnum. Það er eitthvað sem fáir áttu von á. Heimir: Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár„Þetta eru alltaf langskemmtilegustu sigrarnir og frábært að fá hann svona rétt fyrir jól," sagði Heimir Óli Heimsson, leikmaður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. „Það verða rauð jól í Hafnafirði í ár sem eru frábærar fréttir. Það er alltaf frábært að vinna hérna í Kaplakrika en þeir fá mikið hrós fyrir flotta umgjörð. Þessir leikir eru frábærir fyrir áhorfendur því það fyllast alltaf húsin." „Við keyrðum bara hrikalega hratt í bakið á þeim í seinni hálfleik og skoruðum flest okkar mörk með því." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Heimi hér að ofan. Örn Ingi: Vorum hálf ráðþrota í sókninni„Við vissum að þetta yrði jafnt og þétt allan leikinn en við ætluðum okkur að sýna miklu meiri karakter en þetta," sagði Örn Ingi Bjarkason, eftir tapið í kvöld. „Sóknarleikurinn varð okkur að falli í kvöld það er nokkuð ljóst. Við eigum að vera orðnir vanir þessari pressu, þetta er fjórða árið okkar í röð í efstu deild og það er enginn afsökun". „Við vorum allt of staðir í sókninni og í raun hálf ráðþrota. Menn vissu í raun sjaldan hvað þeir áttu að gera næst". „Við verðum heldur betur að nýta fríið til að bæta okkar leik og koma sterkari til baka". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Örn með því að ýta hér.Heimir Óli í leiknum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira