Siðleysi og pólitísk áhætta Magnús Halldórsson skrifar 27. nóvember 2011 09:00 Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson lét þau orð falla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, sl. föstudag, að hann vildi banna erlenda fjárfestingu hér á landi. Orðrétt sagði Ögmundur: „Ég myndi vera reiðubúinn til að reisa skorður við eignarhaldi útlendinga á Íslandi almennt, og láta bannið taka til aðila innan EES einnig." Ég var svolítið hugsi yfir þessum ummælum. Ástæðan er m.a. þessi: Við Íslendingar eigum allt undir því að fjárfesta í útlöndum. Sérstaklega á það við um auðlindir annarra landa, en fyrirtæki sem nýta þær eru oftar en ekki stór hluti af eignasafni sjóða sem sjá um að ávaxta erlendar eignir lífeyrissjóðanna. Þær eru um 500 milljarðar króna og skipta sköpum fyrir efnahag landsins. Þær björguðu lífeyrissjóðakerfinu í hruninu þar sem þær voru varðar fyrir gengisfallinu, og unnu upp á móti tapinu hér heima. Allir lífeyrissjóðirnir vilja ólmir fjárfesta meira í útlöndum, græða á auðlindum þar. Í augnablikinu koma höftin í veg fyrir það, en það sem er í útlöndum eru mikilvægar eignir. Mér finnst afstaða Ögmundar, sem var stjórnarformaður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um tíma – sem ávaxtar sjóð sinn m.a. með auðlindum annarra ríkja – vera grunnhyggin, beinlínis heimskuleg. Ísland getur ekki bannað alla erlenda fjárfestingu hér á landi, en á sama tíma fjárfest í öðrum ríkjum fyrir mörg hundruð milljarða, nema að hafa einlægan vilja til þess að einangra landið og veikja framtíðarmöguleika komandi kynslóða á betra lífi. Kannski er það of stórt til orða tekið að tala um þessa afstöðu sem siðlausa, í ljósi þessa augljósa tvískinnungs sem við blasir, en það er samt nærri lagi. Varðandi ákvörðun Ögmundar um beiðni kínverska fjárfestisins Nubo um að kaupa hluta af Grímsstöðum á fjöllum, þá held ég að afleiðingarnar, pólitískt og efnahagslega, verði þessar:I. Þetta verður geymt en ekki gleymt í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður NA-kjördæmis. Pólitísku lífi Þuríðar Backman og Björns Vals Gíslasonar lýkur í næstu kosningum. Fylgið mun hrynja af flokknum í helsta vígi flokksins. Ákvörðunin um þetta - ásamt erfiðum og óvinsælum ákvörðunum - tryggir það.II. Þetta mun hafa djúpstæð áhrif á samstarf VG og Samfylkingarinnar, og líklega útiloka möguleika á því að flokkarnir starfi áfram eftir næstu kosningar. En eins ótrúlegt og það hljómar þá heldur ESB-umsóknin ríkisstjórninni saman núna. Ef Samfylkingin myndi slíta samstarfinu, og reyna að mynda nýja ríkisstjórn með þeim kostum sem eru í boði, þá yrði aðildarumsóknin úr sögunni, ferlinu yrði sjálfhætt. Þess vegna mun þetta ekki sprengja ríkisstjórnina held ég, heldur vera innanmein hennar fram að næstu kosningum. Auk þess er raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J., ekki að fara láta þetta mál stöðva stóru áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda - sem Ögmundur hefur alltaf barist gegn með öllum tiltækum ráðum. Henni er ekki lokið enn, þrátt fyrir útskriftarveislu. Pólitískt líf áætlunarinnar lifir fram að næstu kosningum.III. Efnahagslega hefur nú verið staðfest, með afgerandi hætti, áhættuþáttur sem tilheyrir ríkjum þar sem spilling og glundroði er hluti af daglegu lífi og eitthvað sem fjárfestar þurfa að horfa til. Þetta á t.d. við um Nígeríu, Rússland og Mið-Austurlönd. Áhættuþátturinn er pólitísk áhætta. Gjaldeyrishöftin eru eitt, krónan annað og svo framvegis. En pólitíkin er fullkomlega óútreiknanleg í augnablikinu og bilið á milli stjórnarflokkanna hefur aldrei verið stærra. Það er erfitt að segja til um hver vilji stjórnvalda er þegar kemur að eflingu fjárfestingar, en Seðlabanki Íslands telur lágt stig fjárfestingar vera alvarlegasta vanda hagkerfisins í augnablikinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun