Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 30. október 2011 00:01 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan. Olís-deild karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. Jafn var á með liðinum í fyrri hálfleiknum og staðan var 16-15 fyrir heimamenn í hálfleik. HK-ingar komu grimmir út í þann síðari og náðu fljótlega sex marka forystu, 26-20, en á þessum kafla gerðu Akureyringar sig seka um gríðarlega marga tæknifeila sem reyndust þeim dýrkeypt. Akureyri náði aðeins að klóra í bakkann undir lokin en það var ekki nóg og því vann HK fínan sigur. Bjarki Már Elísson átti stórleik í liði HK og skoraði tíu mörk. Bjarni Fritzson og Bergvin Gíslason gerðu 6 mörk fyrir Akureyri. Björn Ingi Friðþjófsson varði 22 skot í marki HK. Bjarki Már: Erum með lið til að fara alla leið„Þetta var frábær sigur hjá okkur í dag," sagði Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, eftir sigurinn í dag. „Við gerum fullt af mistökum í þessum leik, en það er mjög svo sterkt að ná samt sem áður að vinna Akureyri". „Við náðum fínu forskoti í síðari hálfleiknum en hleyptum óþarfa spennu inn í leikinn rétt undir lokin. Mér fannst samt sigurinn aldrei vera í hættu". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Heimir Örn: Ég á langt í landHeimir Örn Árnason.Mynd/ValliHeimir Örn Árnason, leikmaður Akureyrar, átti óvænta innkomu í lið norðanmanna í gær, en hann meiddist illa fyrir stuttu og átti jafnvel að vera frá fram í janúar á næsta ári. „Ég ákveð að reyna hjálpa strákunum og koma inn í leikstjórnandastöðuna, en þetta var í raun verra en ég bjóst við," sagði Heimir. „Ég var allt of hægur og stirður, á þó nokkuð langt í land. Ég var samt ánægður með margt í okkar leik. Menn voru margir að leika vel í dag, en á móti svona sterku liði eins og HK þá verðum við allir að spila betur". „Menn eru hægt og bítandi að koma til baka úr meiðslum en það mun taka þá alla nokkrar vikur að komast í gott spilform. Við verðum ekki orðnir fullmannaðir fyrir eftir áramót. Mér finnst samt að við ættum að vera komnir með fleiri stig". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Heimi með því að ýta hér. Kristinn: Kannski ekki fallegasti boltinn en samt sem áður fínn sigurErlingur Richardsson og Kristinn Guðmundsson.Mynd/Valli„Þetta var frábær sigur því lið Akureyrar berst alltaf eins og ljón allan leikinn," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir sigurinn í dag. „Við erum kannski ekki að spila fallegan handbolta í kvöld, en náum upp fínu forskoti með því að berja okkur dálítið saman". „Við dreifðum álaginu mikið í kvöld og ég held að það hafi skilað okkur sigrinum. Bjarki (Már Elísson) nýtur góðs af því hversu góða vörn við erum að spila, en hann er að leika frábærlega og að mínu mati er hann einn af bestu tveim bestu hornamönnum deildarinnar". Hægt er að sjá myndbandsupptöku af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Leiknum var lýst á Boltavaktinni hér fyrir neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira