Buffett tæki Samherjabréfin fram yfir Real Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2011 10:00 Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun