Var í sms-sambandi við móður sína allan tímann 25. júlí 2011 21:30 Hjálparstarfsmenn fylgja ungmennum frá Útey. Mynd/AP „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
„Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!". Svo hljóðar fyrsta sms-skeytið sem hin sextán ára gamla Julie Bremnes sendi móður sinni frá Útey síðastliðinn föstudag. Öll sms-samskipti mæðranna hafa verið birt á vef Verdens Gang, en Julie faldi sig bak við kletta á eyjunni og komst þannig lífs af. Julie hringdi fyrst í móður sína og sagði henni að brjálaður maður væri að hleypa skotum af byssu, en mamma hennar bað hana að senda sér sms á fimm mínútna fresti svo hún gæti vitað að hún væri enn á lífi. Einn klukkutími og tuttugu mínútur liðu frá fyrsta skeyti Julie til mömmu sinnar, til þess síðasta.Sms-sendingarnar í heild sinni:Julie: „Mamma, segðu lögreglunni að flýta sér. Fólk er að deyja hérna!"Móðir hennar: „Ég er að vinna í því, Julie. Lögreglan er á leiðinni. Þorirðu að hringja í mig?"Julie: „Nei"Julie: „Segðu lögreglunni að það sé brjálaður maður hérna sem hleypur um og skýtur fólk"Julie: „Þau verða að flýta sér!"Móðir hennar: „Lögreglan veit það og þau hafa fengið margar tilkynningar. Þetta gengur ágætlega, Julie. Lögreglan er að hringja í okkur. Láttu okkur vita að þú sért á lífi á fimm mínútna fresti, gerðu það?"Julie: „Ok"Julie: „Við erum dauðhrædd!"Móðir hennar: „Ég skil það vel, stúlkan mín. Haltu þig í skjóli, ekki hreyfa þig neitt! Lögreglan er nú þegar á leiðinni, ef hún er ekki þegar komin! Sérðu slasaða eða dauða?"Julie: „Við erum í felum í klettunum meðfram ströndinni."Móðir hennar: „Gott! Á ég að biðja afa að koma og sækja þig þegar allt verður öruggt aftur? Við getum gert það."Julie: „Já"Móðir hennar: „Við höfum samband við afa undir eins."Julie: „Ég elska þig, þó svo ég gargi kannski stundum á þig :-*"Julie: „Og ég örvænti ekki, þó ég sé skíthrædd."Móðir hennar: „Ég veit það, stelpan mín. Okkur þykir líka ótrúlega vænt um þig! Heyrirðu ennþá skothvelli?"Julie: „Nei"Móðir hennar: „Hefurðu eitthvað heyrt frá hinum frá Troms? Afi er á leiðinni suður."Julie: „Lögreglan er hérna"Móðir hennar: „Maðurinn sem er að skjóta er víst klæddur í lögreglubúning. Farðu varlega! Hvað verður um þig núna?"Julie: „Við vitum það ekki"Móðir hennar: „Geturðu talað núna?"Julie: „Hann skýtur enn!"Móðir hennar: „Jørgen synti í land. Ég talaði við pabba hans."Móðir hennar: „Þetta er út um allt í fréttunum núna, öll athygli á Útey núna. Farðu varlega! Þegar þú getur, komdu þér á meginlandið og komdu með afa til Hamars."Julie: „Ég er enn á lífi."Móðir hennar: „Og guði sé lof fyrir það."Julie: „Við bíðum eftir að vera sótt af lögreglunni."Julie: „Við heyrðum skothvelli, svo við þorðum ekki að fara upp."Móðir hennar: „Gott! Þeir segja í sjónvarpinu að verið sé að flytja fólk af eyjunni núna."Julie: „Við vonum að við verðum sótt af einhverjum fljótt. Geta þau ekki náð honum bráðum?!!"Móðir hennar: „Hryðjuverkalögreglan er þarna, og þeir eru að vinna að því að ná honum."Julie: „OK"Móðir hennar: „Eigum við að reyna að kaupa flugmiða heim á morgun?"Julie: „Ég hef ekki tíma til að hugsa um það núna."Móðir hennar: „Ég skil það"Julie: „Veistu eitthvað hvort þeir hafi náð honum?"Móðir hennar: „Ég læt þig vita, stelpan mín. Við fylgjumst stanslaust með sjónvarpinu."Móðir hennar: „Hæ, ertu þarna?"Julie: „Já, þyrlurnar eru að fljúga í kringum okkur."Móðir hennar: „Hafa þeir þá komið auga á þig?"Julie: „Þeir eru að leita að fólki í vatninu, það er ekki búið að ná í okkur ennþá!"Julie: „Hvað segja fréttirnar?"Móðir hennar: „Lögreglan er líka farin á bát til Úteyjar, annars ekkert nýtt. Það er ekki komið í ljós með manninn sem skaut, svo haltu þér í ró. Bíddu eftir að einhver sækji þig."Móðir hennar: „Nú hafa þeir tekið hann!" Hægt er að nálgast frekari umfjöllun og lesa skeytasendingarnar á norsku á vef Verdens Gang.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira