Góðar minningar Glock frá Montreal 8. júní 2011 14:55 Timo Glock ekur með Virgin liðinu sem er að hluta í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio. Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Timo Glock hjá Virgin Formúlu 1 liðinu kveðst eiga góðar minningar frá mótssvæðinu í Kanada, sem verður notað um helgina, en þá mætir hann ásamt Jerome d´Ambrosio fyrir hönd liðs síns. Liðið er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans rússneska. „Ég á góðar minningar frá Kanada, ekki bara af því ég kann vel við brautina, heldur hef ég að hluta náð mínum besta árangri þar. Fékk stig í fyrsta Formúlu 1 mótinu mínu árið 2004, varð annar í Champ Car móti árið eftir og varð svo fjórði í Formúlu 1 mótinu 2008. Leiddi það mót líka í nokkra hringi", sagði Glock í fréttatilkynningu frá liðinu, en fyrsta mót hans í Formúlu 1 var með Jordan liðinu árið 2004 í Kanada. Glock segist njóta þess að mæta til Montreal og stemmningin sé góð. Hann segir brautina skítuga í upphafi mótshelgarinnar, en brautin er ekki sérhönnuð keppnisbraut, heldur hluti af gatnakerfinu og staðsett á eyju í sérstökum garði. „Brautin er blanda af beinum köflum og hægum beygjum og það verður áhugavert að eiga möguleika á að nota DRS (stillanlegan afturvæng) á tveimur stöðum á þessari braut", sagði Glock. Þá sagði hann vona að yfirbygging Virgin bílsins virki vel með lítið niðurtog, en á þann hátt er bílum er stillt upp fyrir þessa braut. Félaga hans d´Ambrosio hlakkar til mótsins og hann ætlar sér að hjóla brautina, auk þess að nota róðrarsvæði til æfinga sem er á mótssvæðinu. „Ég hlakka verulega til að keyra í Kanada. Þetta er frábært mót og margir áhorfendur eru til staðar og borgarlífið spennandi", sagði d´Ambrosio, sem er nýliði sem keppnisökumaður í ár. Hann var varaökumaður með öðru liði í Kanada í fyrra, en hlakkar til að takast á við brautina í ár. „Ég hef keyrt brautina í ökuhermi og það er upplifun. Veggirnir eru nálægt alveg eins og í Mónakó, sem er verðugt verkefni í sjálfu sér", sagði d´Ambrosio.
Formúla Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira