Dómar á morgun gætu auðveldað Icesave málið 31. mars 2011 13:33 Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu. Icesave Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Dómsuppsaga fer fram á morgun í alls níu málum þar sem tekist er á um hvort heildsöluinnlán séu forgangskröfur í bú fallinna íslenskra banka. Fari svo að heildsöluinnlánin verði ekki dæmd forgangkröfur mun bú Landsbankans geta staðið undir allri Icesave skuldinni. Fjallað er um málið í fréttaskýringu í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að sjö málanna eru gegn Landsbanka Íslands en heildsöluinnlán, sem flokkast með forgangskröfum hans, nema um 150 milljörðum króna. Ef niðurstaða dómstóla verður sú að slík innlán njóti ekki forgangs í búi bankans mun hann geta greitt allar aðrar forgangskröfur að öllu leyti miðað við áætlaðar endurheimtur skilanefndar hans.Slitastjórn Landsbankans ákvað upphaflega að flokka heildsöluinnlán á meðal forgangskrafna í bú bankans. Sú ákvörðun, sem byggðist á þeirri breyttu kröfuhafaröð sem neyðarlögin sögðu til um, rataði síðar fyrir dómstóla eftir að almennir kröfuhafar stefndu búinu. Fimm málanna eru vegna heildsöluinnlána sem bankinn safnaði í Bretlandi en tvö þeirra vegna slíkra innlána sem hann safnaði í Hollandi. Umgjörð lánanna var ekki að öllu leyti alveg eins, en viðmælendur Viðskiptablaðsins telja nánast öruggt að niðurstaðan verði samhljóma í þeim öllum. Þ.e. að öll heildsöluinnlán verði annaðhvort flokkuð sem forgangskröfur eða sem almennar kröfur.Þó er talið fullvíst að niðurstöðu málanna verði vísað til Hæstaréttar óháð því hver hún verður. Forgangskröfur í bú Landsbankans eru 1.319 milljarðar króna og eru fastar í íslenskum krónum. Slitastjórn Landsbankans tilkynnti í upphafi marsmánaðar að hún áætli nú að 89% fáist upp í þær kröfur, eða um 1.175 milljarðar króna. Ef heildsöluinnlánin verða dæmd sem almennar kröfur er ljóst að forgangskröfur lækka í um 1.169 milljarða króna. Standist mat slitastjórnar Landsbankans mun þrotabúið því eiga 100% upp í forgangskröfur, að því er segir í Viðskiptablaðinu.
Icesave Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira