Heimsendir 21. maí 2011? 27. mars 2011 13:11 Harold Camping "Það verður heimsendir þann 21. maí árið 2011, klukkan sex að morgni að staðartíma í Kalíforníu," segir útvarpspredikarinn Harlold Camping, sem hefur spáð í tölur í um 70 ár en hann er verkfræðingur að mennt. Harold er þekktur víðsvegar um heiminn og rekur hann fjöldan allan af útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og um allan heim. Tugir þúsunda manna um allan heima líta á hann sem spámann en hann rekur trúarsöfnuð sem er metinn á 120 milljónir bandaríkjadollara. Það var fyrir nokkrum árum sem Harold var að brjóta heilann og leika sér að tölum þegar hann komst að því að heimurinn muni farast í maí næstkomandi. „Vegna menntunar minnar var ég mjög áhugasamur um tölur. Ég hugsaði: "Afhverju ætli Guð hafi búið til þessa tölu, eða þessa tölu?" Þetta var ekki spurning um trúleysi, heldur að það hlyti að vera ástæða fyrir þessu." Og ástæðan fyrir því, að hann komst að því að 21. maí næstkomandi er dagurinn sem heimurinn mun farast, er fólgin í margföldunartöflunni. Hann margfaldaði tvívegis þrjár helgar tölur, 5, 10 og 17 og fékk töluna 722.500. Og þann 21. maí árið 2011 eru akkúrat liðnir 722.500 dagar frá krossfestingu Krists, en hann var krossfestur 1. apríl árið 33. Það þýði að heimsendir verði þennan dag, segir Harold. Harold hefur áður spáð fyrir heimsendi, það var þann 6. september árið 1994. Þá komu meðlimir í söfnuði hans saman, klæddu börn sín í fínustu fötin sín og héldu Biblíunni opinni í átt að himni. En það kom enginn heimsendir þennan dag. Harold sagði daginn eftir að hann hefði eitthvað misreiknað sig þegar hann margfaldaði tölurnar. Hann eyddi því næstu 17 árum í að reikna upp á nýtt og hefur komist að niðurstöðu. Heimsendir verður 21. maí á þessu árið. Hvort honum hafi tekist að reikna rétt í þetta skiptið, verður að koma í ljós í maí. Og þá er tekið með í reikninginn að hann sé spámaður! Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
"Það verður heimsendir þann 21. maí árið 2011, klukkan sex að morgni að staðartíma í Kalíforníu," segir útvarpspredikarinn Harlold Camping, sem hefur spáð í tölur í um 70 ár en hann er verkfræðingur að mennt. Harold er þekktur víðsvegar um heiminn og rekur hann fjöldan allan af útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum og um allan heim. Tugir þúsunda manna um allan heima líta á hann sem spámann en hann rekur trúarsöfnuð sem er metinn á 120 milljónir bandaríkjadollara. Það var fyrir nokkrum árum sem Harold var að brjóta heilann og leika sér að tölum þegar hann komst að því að heimurinn muni farast í maí næstkomandi. „Vegna menntunar minnar var ég mjög áhugasamur um tölur. Ég hugsaði: "Afhverju ætli Guð hafi búið til þessa tölu, eða þessa tölu?" Þetta var ekki spurning um trúleysi, heldur að það hlyti að vera ástæða fyrir þessu." Og ástæðan fyrir því, að hann komst að því að 21. maí næstkomandi er dagurinn sem heimurinn mun farast, er fólgin í margföldunartöflunni. Hann margfaldaði tvívegis þrjár helgar tölur, 5, 10 og 17 og fékk töluna 722.500. Og þann 21. maí árið 2011 eru akkúrat liðnir 722.500 dagar frá krossfestingu Krists, en hann var krossfestur 1. apríl árið 33. Það þýði að heimsendir verði þennan dag, segir Harold. Harold hefur áður spáð fyrir heimsendi, það var þann 6. september árið 1994. Þá komu meðlimir í söfnuði hans saman, klæddu börn sín í fínustu fötin sín og héldu Biblíunni opinni í átt að himni. En það kom enginn heimsendir þennan dag. Harold sagði daginn eftir að hann hefði eitthvað misreiknað sig þegar hann margfaldaði tölurnar. Hann eyddi því næstu 17 árum í að reikna upp á nýtt og hefur komist að niðurstöðu. Heimsendir verður 21. maí á þessu árið. Hvort honum hafi tekist að reikna rétt í þetta skiptið, verður að koma í ljós í maí. Og þá er tekið með í reikninginn að hann sé spámaður!
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira