SFO rannsakar Icesave en málið ekki á borði sérstaks Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. mars 2011 13:20 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. SFO hefur nú hafið sjálfstæða rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi. Icesave Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir. SFO hefur undanfarin tvö ár rannsakað starfsemi Kaupþings banka og fyrir nokkrum vikum tók sú rannsókn nýja stefnu þegar nokkrir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings voru handteknir og yfirheyrðir í Lundúnum ásamt bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz. Breska dagblaðið Daily Telegraph greinir frá því að nú hafi stofnunin hafið rannsókn á starfsemi Landsbankans fyrir hrun. Blaðið segir að stofnunin vilji greina peningafærslur tengdar Icesave-reikningunum sem áttu sér stað rétt áður en Fjármálaeftirlitið á Íslandi tók bankann yfir. Stofnunin vinni rannsóknina í samstarfi við rannsóknaraðila á Íslandi og í Lúxemborg. Sérstakur saksóknari hefur sem kunnugt er haft meinta markaðsmisnotkun Landsbankans til rannsóknar og beinist rannsóknin m.a að lánveitingum sem notaðar voru til þess að fjárfesta í bréfum í bankanum sjálfum og hækka þannig verð þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við fréttastofu í morgun að málið snerti rannsókn sem væri á vegum Serious Fraud Office og því gæti embætti hans ekki tjáð sig um málið. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa millifærslur af Icesave-reikningunum ekki verið sjálfstætt rannsóknarefni hjá embætti sérstaks saksóknara. Mikið og náið samstarf er á milli sérstaks saksóknara og SFO en bresku stofnuninni er ekki skylt að tilkynna sérstökum saksóknara um rannsóknir á málefnum íslensku bankanna og því gæti stofnunin hæglega hafið rannsóknir án vitneskju rannsakenda hér heima á Íslandi.
Icesave Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira