Ríkið greiðir ekki fyrir kynningu á Icesave Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. mars 2011 19:32 Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið. Icesave Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Ríkissjóður greiðir ekki fyrir kynningar á Icesave-samningunum hjá stofnunum og fyrirtækjum. Sumir nefndarmenn í Icesave-nefndinni halda slíkar kynningar frítt en aðrir rukka fyrirtækin sem biðja um kynningarnar. Í síðustu viku stóð Arion banki fyrir tveimur kynningarfundum á nýju Icesave-samningunum, en nokkru áður hafði Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem situr í Icesave-nefndinni, haldið kynningu fyrir starfsfólk bankans um sama efni. Jóhannes Karl hélt erindi fyrir starfsfólkið og á opnu fundunum tveimur og gerði það án greiðslu. Á opnu fundunum hélt líka breski fjármálasérfræðingurinn Andrew Speirs hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint fyrirlestur en Arion banki lét hjá líða að geta þess í kynningarefni vegna fundarins að Speirs þessi vann fyrir samninganefndina. Fréttastofa sendi Speirs fyrirspurn vegna kostnaðarins, þ.e hvort hann hafi fengið greitt fyrir að halda fyrirlesturinn, en hann svaraði ekki. Að undanförnu hafa ýmis fyrirtæki óskað eftir kynningarfundum á Icesave-samningunum fyrir starfsfólk sitt. Ríkissjóður greiðir ekki fyrir erindi nefndarmanna úr samninganefndinni á þessum fundum og eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa stjórnvöld ekki skipt sér af því hvort nefndarmenn í samninganefndinni þekkist slík boð. Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður í samninganefndinni, hefur haldið erindi á tveimur slíkum fundum en hann sagði í samtali við fréttastofu að fyrirtæki sem óskuðu eftir kynningu greiddu fyrir fyrirlestrana sjálf enda væru slíkar kynningar ekki gerðar fyrir ríkið.
Icesave Mest lesið Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Neytendur Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira