Segir að kostnaður gæti orðið 1.100 milljarðar ef mál tapast Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. mars 2011 18:29 Jóhannes Karl Sveinsson, sem situr í Icesave-nefndinni, á fundinum í gær. Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni segir að umræða um dómstólaleiðina sé mjög villandi. Ef niðurstaða samningsbrotamáls fyrir EFTA-dómstólnum sé brot vegna mismununar gætu Íslendingar þurft að greiða ellefu hundruð milljarða króna til Breta og Hollendinga. ESA er búið að komast að niðurstöðu Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem er í Icesave-nefndinni, sagði á fundi í Arion banka í gær að að umræðan um nýju samningana og dómstólaleiðina væri mjög villandi. Hann sagði að Bretar og Hollendingar ættu enga aðkomu að dómsmáli í upphafi færi svo að þjóðin segði nei, enda væru aðilar að slíku máli aðeins ESA og íslenska ríkið. Í slíku samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum væri aðeins tekist á um lagaskyldu, ekki fjárhæð eða vexti, en sem kunnugt er telur ESA að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við ákvæði EES-samningsins með því að mismuna sparifjáreigendum hjá bönkunum og með því að hafa ekki búið svo um hnútana að Tryggingarsjóður innistæðueigenda gæti staðið við skuldbindingar sínar. Í flestum tilvikum hefur ESA haft réttinn sín megin í málaferlum fyrir EFTA-dómstólnum. „Ef eftirlitsstofnun EFTA hefur rétt fyrir sér og EFTA-dómstóllinn segir, eins og hann hefur oft gert, að (ESA) hafi metið skuldbindingar réttar samkvæmt EES-samningnum þá skiptir máli hvernig það tap yrði, ef kalla má tap. Mun það mál bara snúast um lágmarksinnistæðutryggingarnar, þessa sex hundruð milljarða, eða mun það snúast um mismunun, að við höfum mismunað sparifjáreigendum, þá er það verra. Það er stærra tap, skulum við segja. Þá þurfum við að eiga við tjón vegna ellefu hundruð milljarða, en ekki bara sex hundruð," sagði Jóhannes Karl. Eftir slíka niðurstöðu yrði boltinn hjá Íslendingum. Annað hvort myndi ríkið þá bæta tjónið eða bíða eftir því að Bretar og Hollendingar færu í bótamál. Þægileg tilhugsun að íslenskir dómarar dæmi - eða er það draumsýn? Jóhannes Karl sagði að aðeins að undangenginni niðurstöðu EFTA-dómstólsins gætu Bretar og Hollendingar sótt rétt sinn á hendur ríkinu. „Við gætum auðvitað líka hunsað dómsniðurstöðu EFTA-dómstólsins og látið þá sækja okkur á okkar heimavarnarþingi sem er Héraðsdómur Reykjavíkur. Mörgum finnst það voðalega þægileg tilhugsun að það verði Íslendingar sem dæmi um okkar skuldbindingar á endanum og að þeir muni gera það sem er best fyrir Ísland. Og þá er það spurningin, er það raunhæf hugsun eða er það draumsýn?" spurði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl sagði að í umræðu um bótamál gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gleymdist að í slíku máli þyrfti að óska eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins til að fá álit á því hvernig skýra ætti Evrópureglur sem vörðuðu þann ágreining sem uppi væri. „Íslenskir dómstólar geta ekki, samkvæmt EES-samningnum og þeirri dómaframkvæmd sem er á Íslandi, sagst ekki taka neitt mark á ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem leitað yrði í slíku máli. Það er dálítil einföldun að segja að íslenskir dómstólar geti túlkað þetta eftir eigin höfði. Það er verið að fást við alþjóðasamning (EES-samninginn innsk.blm) og það verður að hafa hliðsjón af þeirri túlkun sem þar er. Þetta byggir allt á því," sagði Jóhannes Karl. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira