Eldgosið ógnar heilli atvinnugrein 4. maí 2010 18:57 Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli ógnar heilli atvinnugrein. Þetta kom fram í ræðu iðnaðar- og ferðamálaráðherra, á Ferðamálaþingi í dag en þar var kynnt stærsta kynningarátak fyrir ferðaþjónustuna sem ráðist hefur verið í sögu þjóðarinnar. Búist var við því að í sumar kæmi metfjöldi ferðamanna hingað til lands, með tilheyrandi gjaldeyristekjum og atvinnuskapandi verkefnum fyrir þjóðina. Ekki veitti af. Eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Bókanir til landsins hafa nær hrunið enda óttast margir að hér ríki hamfaraástand. Á ferðamálaþingi sem haldið var í dag og að þessu sinni var helgað gosinu var farið yfir stöðuna. „Þetta er náttúruvá sem er að hafa mjög snör áhrif á heila atvinnugrein sem er undir," segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðar- og ferðamálaráðherra. Katrín segir að ríkisvaldið bregðist við stöðunni með því að leggja fram um 350 milljónir til kynningarátaks. 60 einkaaðilar leggi svo fram sömu upphæð. Samanlagt verða því 700 milljónir lagðar í kynningarátak sem talið er vera mesta landkynningarátak í sögu þjóðarinnar. Samkomulag þess efnis var undirritað á ráðstefnunni í dag. Við það eru miklar vonir bundnar enda enda fjölmörg störf í húfi og á þeim veltur stór hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar. Ferðamálastjóri það hafa verið mjög skaðlegt að gosið hafi byrjað þegar bókanir eru að hefjast af krafti. „Bókunarflæðið til ferðaþjónustuaðila nær stöðvaðist þegar askan fór að falla á þeim tíma þegar það ætti að vera í hámarki," segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Hún bendir á að ef að ferðamönnum fækkar um 20 prósent, eða 100 þúsund manns, þýðir það 30 milljörðum minni gjaldeyristekjur. Ólöf segir þó að tækifæri geti skapast við allt umtalið sem hægt sé að byggja á og kynningarátakið muni koma til góða síðar meir. Eins og er sé þó allra mikilvægast reyna tryggja afkomu fólki sem byggir afkomu sína á ferðamennsku eins og best verður á kosið.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Tengdar fréttir Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Risasamningur um Íslandskynningu undirritaður Samningur um eitt mesta markaðsátak sem ráðist hefur verið í til kynningar á Íslandi erlendis var undirritaður á Ferðamálaþingi 2010 í dag. Alls verður varið um 700 milljónum króna til átaksins. Ríkið leggur til 350 milljónir og Reykjavíkurborg, Icelandair, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar leggja fram annað eins til átaksins. 4. maí 2010 15:45