Viðmiðunarmörk vegna gosöskunnar voru færð til 23. apríl 2010 05:30 Á Gatwick-flugvelli við London fagnaði Grace Taylor kærastanum sínum, honum Jan Barcikowski, sem komst loks frá Íslandi eftir margra daga töf. Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Flugbannið í Evrópulöndum stóð í tæpa viku og varð til þess að fella þurfti niður meira en 100 þúsund flugferðir. Beinn kostnaður flugfélaga er kominn yfir 200 milljarða króna að mati alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar IATA, og ómæld eru þá hvers kyns óþægindi flugfarþega sem urðu innlyksa víðs vegar um Evrópu sem og annarra er treystu á vöruflutning með flugvélum. Æ fleiri hafa gagnrýnt ósveigjanleika bannsins, sem byggt var á ráðgjöf bresku veðurstofunnar í samræmi við varúðarreglur evrópsku flugmálastofnunarinnar Eurocontrol. Á mánudaginn brugðust samgönguráðherrar Evrópuríkja við þessari gagnrýni, í samræmi við ráðleggingar Eurocontrol, með því að breyta hættumatinu sem bannið var byggt á, þannig að ekki verði miðað við spá um dreifingu öskunnar í loftrýminu heldur verði byggt á því hvar ösku hefði í reynd orðið vart. „Í reyndinni fór það samt svo að spálíkönin eru áfram notuð, en magnið á þeirri ösku sem má vera í loftrýminu hefur verið aukið. Öryggismörkin hafa sem sagt verið færð aðeins til,“ segir Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða. „Þetta var unnið mjög hratt auðvitað og undir verulegum efnahagslegum og pólitískum þrýstingi. Það fór ekki á milli mála,“ segir Ásgeir, „en út frá tilraunaflugi og öðrum upplýsingum telja menn sig samt hafa næga vissu til að segja að öryggi sé ekki stefnt í hættu. Hins vegar getur þetta haft áhrif á viðhald á vélum.“ Ásgeir segir að á milli þess svæðis, þar sem veruleg hætta er talin á ferðum, og þess svæðis sem er alveg laust við ösku, sé nú komið svæði þar sem flug er leyft með ströngum kröfum um stífara viðhald á vélum og hreyflum, meðal annars þannig að skoðanir fyrir og eftir flug verði nákvæmari. Þetta var meðal annars hægt að gera vegna þess að vélaframleiðendur veittu loks nákvæmari upplýsingar en þeir höfðu áður viljað veita um það hvað vélarnar þola í raun mikið. „Þess vegna var að sumra mati miðað við of lágan þröskuld,“ segir Ásgeir. Næstu vikur er síðan meiningin að leggja lokahönd á nýjar viðbúnaðaráætlanir vegna öskudreifingar, sem byggðar verði á mælingum og reynslu. gudsteinn@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira