Grunur um hlutdeild Saga í meintum brotum Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 12:15 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital fyrir milljarð króna eftir bankahrunið. Útgefandi skuldabréfsins var Stím en það var til komið vegna láns frá Saga Capital til félagsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu frá sérstökum saksóknara sem ekki hefur verið fjallað um áður en það sem hleypti rannsókninni af stað var kæra frá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt samningi sem liggja fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður gerður 18. ágúst 2008 og var framvirkur til 19. nóvember sama ár. Engin gögn hafa fundist um gerð samningsins í ágúst. Hins vegar eru til bréfasamskipti frá Saga Capital til FME frá 10. september 2008 þar sem vísað er í skuldabréfið.Skilja ekki hvers vegna verðlaust félag gaf út skuldabréf Samkvæmt heimildum fréttastofu vefst það fyrir rannsakendum hvers vegna Stím ehf. gaf út skuldabréf og það skuldabréf keypt af Glitni á milljarð króna í ágúst 2008 því rekstur Stím ehf. er saga samfellds taprekstrar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þáttur Saga Capital rannsakaður með hliðsjón af hlutdeild í meintum brotum Glitnis banka og annarra í Stím-málinu, en grunur leikur á að lánveitingar til Stím og hlutabréfakaup fyrirtækisins í Glitni banka og FL Group hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfiheyrður eftir húsleit hjá fyrirtækinu í gær. Þeim sem mæta til skýrslutöku hjá lögreglu er ávallt gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku hvaða réttarstöðu þeir hafi við rannsóknina. Þorvaldur Lúðvík virtist ekki vita hvaða réttarstöðu hann hefði þegar fréttastofa tók við hann viðtal í gær. „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því" Hvaða réttarstöðu hefurðu í málinu? „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því, en ég fór og við gerum okkar besta til að upplýsa hvað við höfum vitneskju um." Þú mættir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara var þér sagt þar að þú værir vitni í málinu eða grunaður? „Nei, ég mætti þarna með lögmanni mínum og við sögðum það sem ég veit um málið, sem er afskaplega lítið," sagði Þorvaldur Lúðvík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur Lúðvík stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Saga Fjárfestingarbanki sendi sérstaka tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem segir að rannsókn sérstaks saksóknara beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu. Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, hefur réttarstöðu sakbornings í Glitnismálinu, en meðal þess sem liggur til grundvallar húsleitunum í gær er grunur um hlutdeild fyrirtækisins í meintum brotum Glitnis banka. Meðal þess sem sérstakur saksóknari rannsakar eru kaup sjóðs á vegum Glitnis, GLB FX, á skuldabréfi af Saga Capital fyrir milljarð króna eftir bankahrunið. Útgefandi skuldabréfsins var Stím en það var til komið vegna láns frá Saga Capital til félagsins. Þetta er eina málið af þeim fimm sem nefnd eru í tilkynningu frá sérstökum saksóknara sem ekki hefur verið fjallað um áður en það sem hleypti rannsókninni af stað var kæra frá Fjármálaeftirlitinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Samkvæmt samningi sem liggja fyrir um kaupin á skuldabréfinu var hann gerður gerður 18. ágúst 2008 og var framvirkur til 19. nóvember sama ár. Engin gögn hafa fundist um gerð samningsins í ágúst. Hins vegar eru til bréfasamskipti frá Saga Capital til FME frá 10. september 2008 þar sem vísað er í skuldabréfið.Skilja ekki hvers vegna verðlaust félag gaf út skuldabréf Samkvæmt heimildum fréttastofu vefst það fyrir rannsakendum hvers vegna Stím ehf. gaf út skuldabréf og það skuldabréf keypt af Glitni á milljarð króna í ágúst 2008 því rekstur Stím ehf. er saga samfellds taprekstrar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þáttur Saga Capital rannsakaður með hliðsjón af hlutdeild í meintum brotum Glitnis banka og annarra í Stím-málinu, en grunur leikur á að lánveitingar til Stím og hlutabréfakaup fyrirtækisins í Glitni banka og FL Group hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfiheyrður eftir húsleit hjá fyrirtækinu í gær. Þeim sem mæta til skýrslutöku hjá lögreglu er ávallt gerð grein fyrir því við upphaf skýrslutöku hvaða réttarstöðu þeir hafi við rannsóknina. Þorvaldur Lúðvík virtist ekki vita hvaða réttarstöðu hann hefði þegar fréttastofa tók við hann viðtal í gær. „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því" Hvaða réttarstöðu hefurðu í málinu? „Ég er ekki alveg klár til að skýra frá því, en ég fór og við gerum okkar besta til að upplýsa hvað við höfum vitneskju um." Þú mættir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara var þér sagt þar að þú værir vitni í málinu eða grunaður? „Nei, ég mætti þarna með lögmanni mínum og við sögðum það sem ég veit um málið, sem er afskaplega lítið," sagði Þorvaldur Lúðvík. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur Lúðvík stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Saga Fjárfestingarbanki sendi sérstaka tilkynningu til fjölmiðla í gær þar sem segir að rannsókn sérstaks saksóknara beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka, heldur sé verið að leita gagna sem hugsanlega liggja hjá bankanum og tengjast málinu.
Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57
Þorvaldur Lúðvík: Okkar þáttur lítill - seldum eitt skuldabréf Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við Glitnis-rannsóknina. 16. nóvember 2010 20:04
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53
Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: 16. nóvember 2010 14:14
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12