Skjálfandi á beinunum vegna stjórnlagaþings Hjörtur Hjartarson skrifar 26. nóvember 2010 15:13 Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar