Skjálfandi á beinunum vegna stjórnlagaþings Hjörtur Hjartarson skrifar 26. nóvember 2010 15:13 Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hlutverk stjórnlagaþings er, lögum samkvæmt, "að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Í lögunum er ekkert ákvæði stjórnarskrárinnar undanþegið en nokkrir mjög veigamiklir þættir eru tilteknir sérstaklega sem stjórnlagaþingið skal taka til umfjöllunar. Af þessu má ráða hið augljósa, að á stjórnlagaþingið þarf að kjósa fólk sem er reiðubúið að vinna samviskusamlega og af einurð að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stjórnlagaþinginu ber að gæta að stjórnarskránni í heild sinni og öllum einstökum ákvæðum. Aðeins þannig getur endurskoðunin talist fullnægjandi og vandað verk. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður vill að stjórnlagaþingið byrji með autt blað, tabula rasa (það þýðir ekki að stjórnarskráin líti allt öðruvísi út en aðrar vestrænar stjórnarskrár þegar upp verður staðið). Sá söngur er hafinn að ekki sé þörf mikilla breytinga á stjórnarskránni, að stjórnarskráin hafi nú ekki orsakað hrunið. Stjórnarskráin orsakaði auðvitað ekki hrunið. Hins vegar hefðu einráðir flokksformenn í ráðherraembættum ekki getað vaðið uppi í samfélaginu eins og raun ber vitni, sérstaklega hin síðari ár, ef í stjórnarskrá hefðu verið tryggð betri skil milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Það var rétt hjá Eríki Tómassyni lagaprófessor, sem hann sagði í Sjónvarpinu í gær, að stjórnmálaflokkarnir voru sáttir við veikt Alþingi og hafa heykst á að breyta stjórnarskránni. Kerfið hentaði sérhagsmunum flokkanna og því hefur verið haldið óbreyttu þess vegna, til stórskaða fyrir land og þjóð. Þetta dæmi nægir til að réttlæta gagngerar breytingar á stjórnarskránni, þótt ýmis fleiri mætti tína til. Höfum hugfast að stjórnlagaþingið er til komið að kröfu almennings. Stjórnmálaflokkarnir urðu að láta undan pólitískum þrýstingi í kjölfar hrunsins. Allar gömlu valdastofnanirnar, öll hin gamalgróna valdaelíta landsins, er skjálfandi á beinunum. Til hennar má rekja sönginn um óbreytt ástand, sönginn um að engra breytinga sé þörf. Þjóðin á stjórnarskrána. Megi hún ganga glöð verks og ekki láta hræða sig frá því. Gleðilegt Stjórnlagaþing! Meira hér
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun