Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar 24. september 2010 06:00 Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar