Segir kjöraðstæður vera að skapast fyrir Vítisengla og Jón stóra Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 21. desember 2010 12:27 Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn. Mál Jóns stóra Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Við erum að skapa kjöraðstæður fyrir Vítisengla og menn eins og Jón stóra segir formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Dómskerfið sé að yfirfyllast sem sé afleiðing af því að menn fóru ekki í almennar leiðréttingar á skuldum. Nýjar tölur um afskriftir skuldir fyrirtækja sýni að of hægt gangi. Fyrstu tölur sem birst hafa um afskriftir af skuldum fyrirtækja í bankakerfinu birtust á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar kom fram að 272 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af skuldum fyrirtækja og eignarhaldsfélaga frá byrjun síðasta árs. Friðrik Ó Friðriksson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann segir tölurnar hljóma eins og menn séu byrjaðir að taka leiðréttingar á skuldum fastari tökum en enn sé hér alltof varlega og hægt gengið. Hann segir að nýtt samkomulag um skuldaafskriftir fyrirtækja muni skekkja samkeppnisstöðu fyrirtækja og velta kostnaði hrunsins út í verðlagið. Eina skynsama leiðin sé að fara í almennar leiðréttingar skulda. „Ef ekki tekst að vinda ofan af þessum vanda nægilega hratt þá munum við sjá hér samfélagsgerð sem við viljum alls ekki hafa, þar sem menn muni leita réttar síns framhjá lögunum." Friðrik óttast að sú aðferð stjórnvalda og fjármálageirans að afskrifa einkum skuldir þeirra skuldsettustu skapi úlfúð í samfélaginu og verði til að menn reyni að innheimta skuldir sínar utan dóms og laga, með aðstoð manna eins og Jóns stóra. Slíkar fregnir hafi borist honum til eyrna. „Það er í raun verið að hygla þeim sem fóru óvarlegast en þeir sem fóru varlegast eru skildir eftir í súpunni. Dómskerfið er að yfirfyllast," segir Friðrik og bætir við að ágreiningur milli aðila vaxi, menn verði bíræfnari við að svína á samborgurum sínum. Þá skapist kjöraðstæður fyrir Vítisengla og þess háttar menn.
Mál Jóns stóra Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira