Ferrari stjórinn biður menn að halda ró og einbeitingu 25. október 2010 15:30 Ferrari liðið fagnaði vel í gær effir sigur í Siður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira