Petrov spenntur fyrir mótinu í Rússlandi 18. október 2010 13:17 Vitaly Petrov er stoltur að byggð verður Formúlu 1 braut í Rússlandi og keppt þar 2014 ef allt gengur eftir. Mynd: Getty Images Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov. Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault keppir í Suður Kóreu um næstu helgi, þar sem keppt verður í fyrsta skipti í Formúlu 1. Hann er líka spenntur fyrir mótinu í Rússlandi sem á að fara fram árið 2014, en tilkynnt var um mótið fyrir helgina. "Ég er mjög stoltur af því að mót verði í Rússlandi og það á eftir að gera Formúlu 1 enn vinsælli þar. Það eru nánast allir ökumenn með heimavöll og vonandi get ég upplifað samskonar tilfinningu eftir nokkur ár", sagði Petrov í tilkynningu frá Renault. Hann á möguleika á sæti hjá Renault á næsta ári, en hefur verið minntur á það að hann þurfi standa sig vel í lokamótunum, en gengi hans hefur verið skrykkjótt á köflum. Petrov byrjaði að keppa á þessu ári og mætir á jafnréttisgrundvelli í mótið í Suður Kóreu, þar sem engin ökumaður hefur ekið þá braut. "Það er erfitt að undirbúa sig sérstaklega fyrir mótið, þar sem brautin er glæný. Það er því lítið af upplýsingum á takteinum. Ég hef ekið í ökuhermi til að læra á brautina, en það að brautin er nú gæti auðveldað mér lífið eitthvað. Það þurfa allir að læra á brautina", sagði Petrov. "Það er best að labba brautina og sjá með eigin augum. Þá er gott að fara á reiðhjóli til að læra inn á hana. Svo þarf að skoða kanta og öryggissvæðin. Þetta hjálpar allt, en vitanlega læra menn mest á fyrstu æfingunni. Það er mikilvægt að kunna á brautina eftir fyrstu æfinguna. Brautin virðist erfið og þriðja tímatökusvæðið er verðugt viðfangsefni og flestar beygjur í öðrum og þriðja gír. Beygjur sjö og átta verða hraðar og þar eru þrír beinir kaflar þar sem mikilvægir að nýta búnað til að auka lofstreymið um bílinn vel. Brautin ætti að vera góð fyrir okkar bíl og möguleiki á framúrakstri." Petrov á eftir að keppa í þremur mótum á árinu og hann telur mikilvægt að gera ekki mistök um næstu helgi. "Ég reyni alltaf að stefna á tíu efstu sætin og það verður mitt markið um helgina. Við áttum möguleika á þessu á Suzuka brautinni, en ég verð að gæta þess að gera ekki mistök. Það verður mikilvægt á ná í stig og það verður mitt markmið í Kóreu", sagði Petrov.
Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira