Fátt um svör fyrr en kröfur Íslands verða lagðar fram 9. nóvember 2010 04:00 Timo Summa Hinn finnski sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi er með aðstöðu í gömlu Moggahöllinni við Aðalstræti, á hæðinni fyrir neðan flokksskrifstofur Vinstri grænna.fréttablaðið/stefán Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Evrópusambandið getur litlu svarað um viðbrögð sín við samningskröfum Íslendinga fyrr en þær kröfur hafa formlega verið lagðar fram. „Auðvitað getum við giskað á hlutina, en það er ekki okkar hlutverk," segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. „Það er íslenska stjórnin sem þarf að segja okkur hver þeirra afstaða er, og þá getum við sest niður og rætt saman." Þótt Íslendingar hafi nefnt ýmislegt, bæði í opinberri umræðu hér heima og í óformlegum viðræðum við embættismenn Evrópusambandsins, um þær kröfur sem nauðsynlegt er að gera til Evrópusambandsins svo hagsmunir Íslendinga verði tryggðir í aðildarviðræðum, þá hafa enn engar formlegar kröfur verið lagðar fram. Það verður ekki hægt að gera fyrr en svokallaðri rýnivinnu er lokið, en hún felst í því að fulltrúar bæði Íslands og Evrópusambandsins fara sameiginlega í gegnum bæði íslensk lög og lög ESB til að komast nákvæmlega að því hvað ber á milli. Sú rýnivinna hefst á mánudaginn kemur og samkvæmt fundaáætlun, sem utanríkisráðuneytið birti nýverið, lýkur henni ekki fyrr en í júní á næsta ári. Þeirri vinnu er skipt niður í 35 kafla eftir málasviðum. Búist er við því að mest beri á milli í köflum um sjávarútveg, landbúnað og nokkur önnur stór hagsmunamál Íslendinga, en í flestum köflunum hefur Ísland fyrir löngu aðlagað sitt lagaumhverfi að lögum Evrópusambandsins. „Auðvitað er enginn fullkominn, Ísland ekki heldur. Þannig að við þurfum að fara í gegnum þetta allt og skoða hvort einhvers staðar þurfi að fínstilla eitthvað," segir Summa. Rýnivinnan fer þannig fram að fyrst er haldinn fundur, þar sem fulltrúar Evrópusambandsins útskýra nákvæmlega fyrir fulltrúum Íslands hvernig löggjöf Evrópusambandsins er háttað í hverjum kafla fyrir sig. Nokkru síðar er haldinn annar fundur þar sem Íslendingar útskýra fyrir Evrópusambandinu hvernig íslenskri löggjöf er háttað um efni viðkomandi kafla. Að því búnu setja Íslendingar fram samningskröfur sínar fyrir hvern kafla, og þá fyrst verður hægt að hefja eiginlegar samningaviðræður. „Auðvitað köllum við þetta viðræður," segir Summa, spurður um hvort Evrópusambandið bjóði upp á raunverulegt svigrúm til samninga. „Við höfum áður átt í aðildarviðræðum við ríki sem búa við sérstöðu í einhverjum málum. Við höfum ákveðnar meginreglur og höldum okkur við þær, en við þurfum að vita hvaða kröfur Íslendingar hafa og hvað þeir leggja mesta áherslu á. Ef það koma upp einhver vandamál þá ræðum við það." Meðan aðildarviðræður standa yfir birtir framkvæmdastjórn ESB árlega skýrslu um framvindu þeirra. Fyrsta skýrslan um Ísland verður birt í dag. Timo Summa segist í sjálfu sér ekki reikna með miklum tíðindum í þeirri skýrslu, öðrum en þeim að framvindan hafi gengið vel eins og við var búist. „Þegar næsta ársskýrsla verður birt, eftir um það bil eitt ár, þá munum við vita miklu meira." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira