Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 20:03 Bekkurinn var þétt skipaður í salnum í félagsheimilinu Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en á annað hundrað sumarbústaðaeigendur mættu á fundinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira