„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2025 20:05 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem mætti á málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands síðdegis í gær. Hún er hér með Margréti Guðmundsdóttur, sem er formaður Suðurlandsdeildar „Delta Kappa Gamma“, sem er félag kvenna í fræðslustörfum en félagið stóð fyrir málþinginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira