Slitasjórn Straums vill rifta samningi við Íbúðalánasjóð 16. júní 2010 04:15 síðasti fundurinn William Fall var forstjóri Straums áður en skilanefnd tók Straum yfir í fyrravor. Slitastjórn telur gjörninga hans fyrir fallið í lagi.Fréttablaðið/GVA Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab Fréttir Innlent Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Slitastjórn Straums telur að samningur sem Íbúðalánasjóður gerði við fjárfestingarbankann eftir fall bankanna í október 2008 fela í sér ívilnun fyrir sjóðinn og krefst riftunar á honum. Samningurinn fól í sér að Straumur lokaði skuldabréfasamningum, sem Íbúðalánasjóður hafði gert við bankana áður en skilanefndir tóku þá yfir. Samningurinn hljóðar upp á milli þrjá til fjóra milljarða króna, sem Íbúðalánasjóður gæti þurft að greiða til baka. „Við teljum samninginn riftanlegan samkvæmt þeim reglum sem gilda um slitin á Straumi," segir Þórður Hall, sem sæti á í slitastjórn fjárfestingarbankans. „Við höfnum þessu algjörlega og teljum ekki koma til greina að rifta samningnum," segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Hann segir engin rök fyrir áliti slitastjórnar Straums. Þvert á álitið hafi báðir aðilar talið samninginn hagstæðan á sínum tíma. Standi slitastjórnin fast á sínu verði að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Ekki er gert ráð fyrir þessum bakreikningi í bókum Íbúðalánasjóðs, að sögn Guðmundar. Slitastjórnin kynnti kröfuhöfum í gær helstu niðurstöður rannsóknar endurskoðendafyrirtækisins PriceWaterhouseCoopers, á viðskiptum bankans í aðdraganda falls hans í fyrravor og drög að nauðasamningum, sem fela í sér að kröfuhafar taka bankann yfir. Rannsóknin var gerð í því augnamiði að kanna hvort finna megi viðskipti, útlán og gjörninga sem megi rifta. Viðskipti bankans við Björgólf Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformann fjárfestingarbankans, og föður hans Björgólf Guðmundsson og félög sem þeim eru tengd voru skoðuð sérstaklega. Fram kemur í skýrslunni að lánveitingar til feðganna hafi farið yfir mörk um stórar áhættuskuldbindingar. Slitastjórnin er þessu ósammála. „Við teljum að þeir [innskot: PwC] hafi spyrt saman hluti sem ekki áttu saman," segir Þórður en slitastjórn telur viðskipti bankans fyrir fall hans innan marka. Viðskipti bankans við félög feðganna töldust innan marka og engin atvik talin riftanleg. - jab
Fréttir Innlent Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira