Engin uppgjöf hjá McLaren í titilslagnum 15. október 2010 13:33 Christian Horner hjá Red Bull og Martin Whitmars hjá McLaren ræða málin. Mynd: Getty Images Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Mark Webber er efstur í stigamótinu með 220 stig, en Fernando Alonso og Jenson Button erum með 206, en Hamilton 192 og Button 189. Red Bull er með 426 stig í keppni bílasmiða, McLaren 381 og Ferrari 334. Þrjú mót eru eftir í stigamótinu. Fyrst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi, en í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Það eru þrjú mót eftir og 75 stig í pottinum fyrir ökumenn og það væri ekki viska í því að afskrifa Jenson, Lewis eða McLaren", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Báðir hafa ökumennirnir unnið titla áður og þeir skilja erfiðleikanna sem fylgja slíkri stöðu og skila árangri þegar álagið er sem mest. Þeir eru tilbúnir í þennan slag. Líklega mun titilinn vinnast af þeim sem sýnir stöðugleika. Við munum halda áfram með framsækna þróunarvinnu og mætum með nýja hluti í þennan slag. Við þurfum mikið af stigum í öllum mótunum. Við stefnum á sigur og gefumst ekki upp án baráttu." Hamilton hefur gengið heldur illa í síðustu mótum, en vann síðast á Spa brautinni í Belgíu. hann varð fimmti í síðustu keppni eftir að gírkassi í bíl hans bilaði og Button náði þar með að smeygja sér framúr honum og næla í fjórða sætið. Hamilton hafði fengið fimm sæta refsingu eftir tímatökuna þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Hann fær ekki samskonar refsingu eftir tímatökuna í næsta móti, þó hann verði að skipta um gírassa að sögn Whitmarsh. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Martin Whitmarsh, forstjóri McLaren segir að það væri ekki gáfulegt hjá keppinautum sínum um Formúlu 1 titlanna að afskrifa lið sitt. Lewis Hamilton og Jenson Button eru í þriðja og fimmta sæti í stigamótinu, en keppinautar þeirra komust allir á verðlaunapall í síðustu keppni. Mark Webber er efstur í stigamótinu með 220 stig, en Fernando Alonso og Jenson Button erum með 206, en Hamilton 192 og Button 189. Red Bull er með 426 stig í keppni bílasmiða, McLaren 381 og Ferrari 334. Þrjú mót eru eftir í stigamótinu. Fyrst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi, en í Brasilíu og Abu Dhabi í nóvember. "Það eru þrjú mót eftir og 75 stig í pottinum fyrir ökumenn og það væri ekki viska í því að afskrifa Jenson, Lewis eða McLaren", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. "Báðir hafa ökumennirnir unnið titla áður og þeir skilja erfiðleikanna sem fylgja slíkri stöðu og skila árangri þegar álagið er sem mest. Þeir eru tilbúnir í þennan slag. Líklega mun titilinn vinnast af þeim sem sýnir stöðugleika. Við munum halda áfram með framsækna þróunarvinnu og mætum með nýja hluti í þennan slag. Við þurfum mikið af stigum í öllum mótunum. Við stefnum á sigur og gefumst ekki upp án baráttu." Hamilton hefur gengið heldur illa í síðustu mótum, en vann síðast á Spa brautinni í Belgíu. hann varð fimmti í síðustu keppni eftir að gírkassi í bíl hans bilaði og Button náði þar með að smeygja sér framúr honum og næla í fjórða sætið. Hamilton hafði fengið fimm sæta refsingu eftir tímatökuna þar sem skipta þurfti um gírkassa í bílnum. Hann fær ekki samskonar refsingu eftir tímatökuna í næsta móti, þó hann verði að skipta um gírassa að sögn Whitmarsh.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira