Hasar í Kópavogi - Framsóknarskiltin eyðilögð 28. maí 2010 12:26 „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir kosningastjóri framsóknarmanna í Kópavogi. Mynd/Sigurjón Ólason Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri." Kosningar 2010 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins í Kópvogi sem komið hafði verið fyrir víðsvegar um bæjarfélagið voru eyðilögð í nótt. Kosningastjóri framsóknarmanna segir að málið verði tilkynnt til lögreglu. Hann segir rangt að bæjarfulltrúi flokksins hafi misnotað aðstöðu sína. „Í morgun var búið að spreyja yfir andlitið á frambjóðendum og brjóta nokkur skilti," segir Sigurjón Jónsson, kosningastjóri Framsóknarflokksins í Kópavogi, og bætir við að flokkurinn hafi sett upp 20 skilti. „Nánast öll skiltin hafa verið eyðilögð." Sigurjón harmar atvikið. Hann segir að skemmdarverkin verði tilkynnt til lögreglu. Vitni hafi náð niður bílnúmeri hjá meintum skemmdarvörgum. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hverjir voru að verki. Við ætlum að hafa samband við lögregluna og fá þetta tjón bætt." Sigurjón segir að viðkomandi einstaklingar tengist stjórnmálaflokki í bænum. Hann vill þó ekki gefa upp um hvaða flokk hann eigi við. „Það verður að koma í ljós eftir að lögreglan er búin að skoða málið og tala við vitnið." „Þetta er tóm þvæla" Fyrr í dag sagði Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG, í samtali við fréttastofu að Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og vallarstjóri á Kópavogsvelli, hefði misnotað aðstöðu sína og tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára sagði að Kópavogsbær hefði auk þess hafnað beiðni Ómars um afnot af búkkunum. „Þetta er tóm þvæla. Ég sendi beiðni til Gunnars Guðmundssonar, íþróttafulltrúa, og bað um leyfi. Hann gaf leyfi fyrir afnot af þessum búkkum," segir Sigurjón. Ekkert óeðlilegt sé við það að framboðin í Kópavogi fái afnot af eigum bæjarins. „Okkar sjónarmið er að flokkarnir eru að allir að nota fánaborgir, húsnæði og annað í eigu bæjarins til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri."
Kosningar 2010 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira