„Hlykkjaðist fram eins og ormur“ 16. apríl 2010 06:00 Létt yfir fólki Íbúar tóku umstanginu hæfilega alvarlega enda þaulvant fólk á ferð í þriðju rýmingu á skömmum tíma.mynd/egill bjarnason „Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Íbúar eru beðnir að rýma strax upp í hlíðar og á örugg svæði.“ Þannig hljóðaði tilkynning Almannavarna klukkan 18.54 í gær. Þá hafði frést af miklu hlaupi á leið niður Markarfljót og gripið var til skyndirýmingar. Rúmlega 700 íbúar sveitanna undir jöklinum yfirgáfu heimili sín í skyndi. „Við vorum við fjárhúsið að gefa þegar við heyrðum drunur eins og það væri þota að lenda fyrir utan,“ segir Anna Runólfsdóttir, bóndi í Fljótsdal, innsta bænum í Fljótshlíð. Hún var innilokuð á bænum vegna hlaupsins, en sagðist ekki óttast um öryggi sitt eða fjölskyldu sinnar. „Við hlupum bara upp í fjall og hringdum í Neyðarlínuna og sögðum þeim að fara að græja sig,“ segir Anna. Hún segist hafa séð upp á Gígjökul, þar sem hlaupið átti upptök sín. Jökullinn hafi verið svartur af drullu, sem þýði að hlaupið hafi komið yfir jökulinn, ekki meðfram honum eins og áður. Runólfur Ólafsson, hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, sagði fyrstu upplýsingar frá sjónarvottum, bæði á jörðu niðri og úr flugvél Landhelgisgæslunnar, hafa bent til þess að hlaupið væri stærra en fyrsta hlaupið á miðvikudag. Í ljós hafi komið að það hafi verið mun minna. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir hlaupið í upphafi hafa verið mun kröftugra en það fyrra. „Þetta hlaup kom með miklum látum niður jökulinn, þetta var miklu meira en fyrsta hlaupið á miðvikudaginn.“ Magnús var í flugvél Landhelgisgæslunnar þegar gosið braust fram. Hann segir að þó hlaupið hafi verið meira um sig við jökulinn hafi dreifst úr því þegar það kom í Markarfljót og mikið hafi dregið úr kraftinum. Ekki var mikinn asa að sjá á þeim sem leituðu skjóls á Hvolsvelli, enda heimamenn orðnir nokkuð vanir; búnir að rýma heimili sín í þrígang. Þeir nutu góðs viðurgjörnings í Hvolsskóla og héldu flestir sáttir heim þegar rýmingu var aflétt. Þó var henni viðhaldið á tuttugu bæjum. Ásgeir Árnason, bóndi í Stóru-Mörk III, fylgdist með þegar flóðið rann undir gömlu Markarfljótsbrúna án þess að rjúfa varnargarða. „Það hlykkjaðist fram eins og ormur,“ sagði Ásgeir. Flóðið sagði hann minna en það í fyrrakvöld en meiri krapi væri í því og það hefði hegðað sér öðruvísi. Búast má við fleiri hlaupum úr Gígjökli næstu daga. Þá hafa aðrar eldstöðvar gert vart við sig. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir jarðskjálfta hafa orðið í Grímsvötnum og smáskjálfta í Upptyppingum. Þá megi ekki gleyma Heklu, sem sé virkasta eldstöð Íslands. - kóp
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira