Timo Glock 100% áfram hjá Virgin 3. desember 2010 14:18 Þrír stoltir þýskir ökumenn í knattspyrnu landsliðsbúning Þýskalands fyrir kanadíska Formúlu 1 kappaksturinn í sumar, þeir Timo Glock, Nico Hulkenberg og Sebastian Vettel. Þeir studdu sitt land á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem var í sumar. Mynd: Vladimir Rys/Bongarts/Getty Images) Timo Glock frá Þýskalandi telur að hann verði áfram hjá Virgin liðinu á næsta ári, sem er nú að hluta til í eigu rússneska bílaframleiðandans Marussia. Glock var ekki tilkynntur sem ökumaður Virgin á ökumannslista FIA í vikunni. Glock segir í frétt á autosport.com, sem vitnar í heimasíðu keppnisliðs Virgin að hann verði 100% áfram hjá Virgin, eða Marussia Virgin, eins og liðið verður trúlega kallað fullu nafni á næsta ári. "Það er ekki bara 99.9% öruggt að ég verði áfram. Ég er 100% viss um að ég verð áfram. Ég hef verið með langtímasamning frá upphafi og ég er að þessu til að byggja upp lið til framíðar", sagði Glock, Glock segir að Virgin menn hafi lært mikið á árinu og starfsmenn hafi gefið blóð svita og tár í verkefnið. Það hafa ekki allir séð þetta með sömu augum og ég og hafa verið gagnrýnir á liðið. Hann bíður þess að sjá hver verður ökumaður við hlið hans á næsta ári, en væntir frétta í desember, jafnvel fyrir jól. Glock segir að keppnistímabilið hafi verið erfitt. "Árið 2010 var erfið þolraun, en við komumst í gegnum þetta og gaf mér mikið. Það gekk ekki allt eins og í sögu. Ég er metnaðarfullur ökumaður og viðurkenni að stundum var þetta erfitt vegna þess, en ég vissi að þegar ég réð mig til liðsins að hlutirnir gætu verið erfiðir. Það kom því ekki á óvart. Við erum að byggja frá grunni. Það var ekkert lið, engin aðstaða og ekki bíll frá fyrra ári til að byggja á." "Við þurftum að gera allt upp á eigin spýtur á innan við ári. Svo fóru menn nokkuð byltingarkennda leið í hönnun VR-01 bílsins. Ef við skoðum tímabilið út frá því, þá höfum náð nokkuð markverðum árangri", sagði Glock. Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Timo Glock frá Þýskalandi telur að hann verði áfram hjá Virgin liðinu á næsta ári, sem er nú að hluta til í eigu rússneska bílaframleiðandans Marussia. Glock var ekki tilkynntur sem ökumaður Virgin á ökumannslista FIA í vikunni. Glock segir í frétt á autosport.com, sem vitnar í heimasíðu keppnisliðs Virgin að hann verði 100% áfram hjá Virgin, eða Marussia Virgin, eins og liðið verður trúlega kallað fullu nafni á næsta ári. "Það er ekki bara 99.9% öruggt að ég verði áfram. Ég er 100% viss um að ég verð áfram. Ég hef verið með langtímasamning frá upphafi og ég er að þessu til að byggja upp lið til framíðar", sagði Glock, Glock segir að Virgin menn hafi lært mikið á árinu og starfsmenn hafi gefið blóð svita og tár í verkefnið. Það hafa ekki allir séð þetta með sömu augum og ég og hafa verið gagnrýnir á liðið. Hann bíður þess að sjá hver verður ökumaður við hlið hans á næsta ári, en væntir frétta í desember, jafnvel fyrir jól. Glock segir að keppnistímabilið hafi verið erfitt. "Árið 2010 var erfið þolraun, en við komumst í gegnum þetta og gaf mér mikið. Það gekk ekki allt eins og í sögu. Ég er metnaðarfullur ökumaður og viðurkenni að stundum var þetta erfitt vegna þess, en ég vissi að þegar ég réð mig til liðsins að hlutirnir gætu verið erfiðir. Það kom því ekki á óvart. Við erum að byggja frá grunni. Það var ekkert lið, engin aðstaða og ekki bíll frá fyrra ári til að byggja á." "Við þurftum að gera allt upp á eigin spýtur á innan við ári. Svo fóru menn nokkuð byltingarkennda leið í hönnun VR-01 bílsins. Ef við skoðum tímabilið út frá því, þá höfum náð nokkuð markverðum árangri", sagði Glock.
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira