Mig langar að vera með Illugi Jökulsson skrifar 16. október 2010 06:00 Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Jökulsson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að bjóða mig fram til stjórnlagaþingsins sem haldið verður á næsta ári. Ástæðan fyrir framboðinu er fyrst og fremst sú að mig langar ekki að standa afsíðis þegar ráðum verður ráðið um skipan samfélags okkar á 21. öldinni. Mig langar að taka þátt í að skapa samfélaginu umgjörð sem getur komið í veg fyrir að það verði framar leiksoppur spillingarafla í stjórnmálum og/eða viðskiptalífi. Mig langar að taka þátt í að semja leikreglur sem efla lýðræði í landinu og auka möguleika fólks á að hafa eftirlit með stjórnarathöfnum, stórum sem smáum. Sú leyndarhyggja sem alltof lengi hefur ráðið ferðinni í íslenskri stjórnsýslu átti sinn þátt í hruninu, og hún verður að hverfa. Ný stjórnarskrá getur orðið öflugt vopn til að berja niður leyndarhyggjuna, klíkuskapinn og duttlungaræðið sem hefur orðið okkur svo dýrt. Mig langar að taka þátt í að semja þann texta þar sem íslenska þjóðin sjálf setur fram það sem hún telur mikilvægast í samfélaginu í framtíðinni. Sjálfur mun ég beita mér fyrir því að þar verði öflug og afdráttarlaus ákvæði sem heimili aldrei að gengið verði á rétt fólk til jafnréttis, tjáningarfrelsis og mannsæmandi lífs. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru kjörorð frönsku byltingarinnar, og þau geta enn gagnast okkur, en í viðbót eiga að koma skilningur, velferð og gegnsæi. Mig langar að taka þátt í að koma því á hreint í eitt skipti fyrir öll að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar eigi líka að vera í sameiginlegri eigu hennar, og hún eigi því öll að njóta arðsins af þeim. Mig langar að verða fulltrúi á þingi þar sem fulltrúar þjóðarinnar koma saman til að semja framtíð sína – en fulltrúum hagsmunaaðila og feyskinna stjórnmálaafla verði haldið úti. Mig langar að vera með í að semja þann texta sem vonandi getur orðið íslenskri þjóð innblástur og von um betra líf, en ekki einungis leiksoppur lagatækna. Texta sem er skýr og greinilegur og vonandi fallegur, og hefur – umfram allt – raunverulega merkingu í eyrum almennings.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar