Bjarni stendur betur að vígi en Kristján Þór 26. mars 2009 14:20 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, segir Sjálfstæðisflokkinn standa á tímamótum en landsfundur flokksins hefst í dag. Baldur telur Bjarna Benediktsson standa betur að vígi en Kristján Þór Júlíusson en báðir sækjast eftir því að verða næsti formaður flokksins. Baldur segir mikilvægt fyrir formannsframbjóðendurna að mæta vel undirbúna til leiks.Uppgjör við fortíðina Baldur segir að Sjálfstæðisflokkurinn standi á tímamótum annarsvegar vegna formannskjörsins og hinsvegar sökum þess að ákveðið uppgjör eigi sér stað um stefnu flokksins. Stefnu sem flokkurinn hafi staðið fyrir í ríkisstjórn undanfarin 18 ár. Athyglisvert verði að sjá hversu frjálsar hendur nýr formaður fái til að móta nýjar áherslur og hver niðurstaðan í Evrópumálum verði, að mati Baldurs. „Það eru tækifæri sem felast bæði í formannskjörinu og því uppgjöri sem flokkurinn getur látið fara fram á landsfundinum," segir Baldur. Baldur telur að Bjarni og Kristján geta gefið flokknum nýja ásýnd þar sem hvorugur þeirra hefur verið ráðherra. Báðir geti styrkt stöðu flokksins geri landsfundurinn upp við fortíðina og komi með lausnir í efnahagsmálum.Ræðan skiptir máli Kristján kemur nokkuð seint fram, að mati Baldurs en Kristján gaf formlega kost á sér á sunnudaginn. „Hinsvegar skiptir landsfundurinn sjálfur miklu máli," segir Baldur og bendir á Davíð Oddsson og stuðningsmenn hafi mætt vel undirbúnir til landsfundarins árið 1991 þegar Davíð felldi sitjandi formann, Þorstein Pálsson. Baldur segir að ræða Davíðs á fundinum hafi einnig skipt miklu máli. Hann telur allt eins líklegt að hópur landsfundarfulltrúa geri upp við sig á sjálfum fundinum hvort þeir greiði Bjarna eða Kristjáni atkvæði sitt.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Hitað upp fyrir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson eru í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins en kosið verður á landsfundi um helgina. Bjarni lýsti yfir framboði fyrir þónokkru síðan en Kristján hefur verið í framboði í þrjá daga. Vísir sló á þráðinn og heyrði í þeim félögum. 26. mars 2009 15:07