Efast um að ég sé velkominn hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 06:00 Kári Árnason. Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira