Efast um að ég sé velkominn hjá þjálfaranum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2009 06:00 Kári Árnason. Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason segist vilja losna frá danska úrvalsdeildarfélaginu AGF. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann var í láni á síðari hluta síðasta tímabils hjá Esbjerg sem leikur í sömu deild en gat lítið beitt sér þar vegna meiðsla. Það er því útlit fyrir að hann snúi aftur til AGF þegar sumarleyfinu lýkur. „Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við AGF og fer því aftur þangað í sumar, sem ætti að vera nokkuð sérstakt," sagði Kári. „Það er ástæða fyrir því að ég fór á sínum tíma. Ég og þjálfarinn deilum ekki sömu sýn á fótbolta og fór ég til Esbjerg í þeirri von að ég fengi að spila og yrði svo seldur í kjölfarið. En þá meiddist ég og þurfti að fara í tvær aðgerðir. Ég gat því lítið spilað. Ég er þó allur að koma til og er hættur að finna fyrir meiðslunum." Hann segir að hann hafi ekki skilið við þjálfara sinn hjá AGF á góðum nótum. „Það voru ákveðnir hlutir sagðir og ég veit ekki hvort við getum átt samleið aftur. Ég ber engar slæmar tilfinningar í hans garð en ég efast um að ég sé velkominn aftur hjá honum. Við erum ekki bestu vinir." Það var núverandi þjálfari Esbjerg sem keypti Kára til AGF frá Djurgården í Svíþjóð á sínum tíma. Hann efast þó um að Esbjerg geti keypt sig nú. „Það kom til greina en ég held að fjárhagsstaða félagsins sé ekki það góð að það sé mögulegt. Ég efast um að það sé í spilunum lengur." Kári er þó ekki að stressa sig um of á öllu saman. „Ég er með umboðsmenn sem eru að vinna í því að finna félög sem hefðu hugsanlega áhuga og ég er opinn fyrir öllu. Ég hefði auðvitað mestan áhuga á því að komast að í bestu deildunum en það er oft spurning um heppni. Ég væri líka til í að prófa að fara til annars lands þó svo að Danmerkurdvölin hafi verið mjög góð. Það tekur auðvitað sinn tíma að aðlagast nýju landi en fyrir utan meiðslin hefur mér gengið mjög vel." Ef Kára bjóðast engir aðrir möguleikar verður hann væntanlega áfram í herbúðum AGF. „Ég er á fínum launum í eitt ár til viðbótar en auðvitað vil ég helst fá að spila."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Sjá meira