Fritzl vakti óhug í Hallgrímskirkju Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. maí 2008 14:44 Josef Fritzl. MYND/AP Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð. Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira
Myndlistarnemendur við Listaháskóla Íslands standa nú fyrir ljósmyndasýningunni „Biblían - bók bókanna" í forkirkju Hallgrímskirkju. Er sýningin haldin í tilefni af nýju biblíuþýðingunni. Eitt verkanna á sýningunni þótti þó ekki heppilegt til sýningar í guðs húsi en þar var um að ræða mynd af hinum austurríska Josef Fritzl. „Verkefnið var að vinna út frá biblíusögulegum myndefnum. Við skoðuðum ákveðnar trúarlegar og listfræðilegar forsendur fyrir þessu verkefni. Hugmyndin var að hver nemandi gerði eitt verk út frá þessum forsendum," útskýrir Einar Garibaldi Eiríksson, prófessor við Listaháskólann og umsjónarmaður sýningarinnar. „Þegar komið er að því að sýna uppgötvum við fljótlega að þarna er eitt verk sem er á mörkunum, tengt ógæfumanninum í Austurríki. Þetta var einfölduð andlitsmynd af honum eins og hún birtist í blöðum, í raun mynd af mynd af honum," segir Einar. „Ég held að hugmynd nemandans hafi verið að varpa fram spurningum um fyrirgefninguna og það að setja sig í dómarasæti yfir einhverjum, bæði þessi ákveðni maður yfir sinni fjölskyldu og eins almenningur eins og hann hefur brugðist við fréttum af manninum og dæmt hann fyrir fram. Svo fóru nú að renna á okkur tvær grímur og við sannfærðumst um það þegar við fórum að ræða við fólkið i kirkjunni. Fólk kemur þangað meðal annars til að leita sáluhjálpar vegna ýmissa mála og við ákváðum því að draga verkið til baka," segir hann enn fremur. Einar segir viðkomandi nemanda hafa sýnt þessum sjónarmiðum fullan skilning. Auk þess hafi starfsmenn kirkjunnar komið að máli við aðstandendur sýningarinnar sem hafi styrkt ákvörðunina enn frekar. Ekki náðist í höfund myndarinnar. Auk Listaháskólans standa Listvinafélag Hallgrímskirkju og Hið íslenska biblíufélag að sýningunni sem stendur yfir í mánuð.
Hallgrímskirkja Mál Josef Fritzl Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Sjá meira