Framtíð á bláþræði 16. júlí 2008 00:01 fyrsta forsíða nyhedsavisen Fríblaðið kom út í fyrsta sinn 6. október 2006. Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Mikil ólga hefur umleikið danska fríblaðið Nyhedsavisen að undanförnu. Áður óþekkt skuldabréf í eigu Stoða Invest upp á 4 milljarða íslenskra króna setti strik í reikninginn við endurfjármögnun blaðsins sem nú stendur yfir. Skuldabréfið fékk Stoðir Invest fyrir að færa meirihlutaeign í félaginu bak við Nyhedsavisen til Morten Lund. Morten Lund, aðaleigandi blaðsins, hefur leitað leiða til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn en uppi eru raddir um að ekki hafi náðst samkomulag milli hans og Stoða Invest hvernig best sé að standa að því. Það þarf um tvo milljarða til að hægt sé að halda rekstrinum áfram. Vitað er til þess að hann hafi átt í viðræðum við Lars Seier Christensen, eiganda Saxo Bank, um aðkomu að endurfjármögnun blaðsins. Í Berlingske Tidende fyrir helgi kom fram að fjórir af sex stjórnarmönnum í 365 Media Scandinavia, útgáfufélagi Nyhedsavisen, hótuðu að segja af sér ef framtíð blaðsins yrði ekki tryggð í nánustu framtíð. Vandræði fríblaðsins eru fleiri, en skattayfirvöld eru með kröfu upp á rúmlega 100 milljónir kr. vegna ógreidds virðisaukaskatts. Einnig hafa eftirlitsstofnanir hótað að leysa útgáfuna upp ef ársreikningi síðasta árs verði ekki skilað fyrir 21. júlí. Morten Lund hefur sett upp áætlun fyrir hugsanlega fjárfesta þar sem gert er ráð fyrir að mánaðarlegar auglýsingatekjur muni vaxa frá tæpum 200 milljónum króna í tæpar 600 milljónir. Mánaðarlegur dreifingarkostnaður þarf einnig að lækka um 50–100 milljónir um leið og upplagið á að aukast um 65.000 eintök. Með þessum hætti á Nyhedsavisen að skila rúmum milljarði í hagnað fyrir árið 2009. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort blaðið muni koma út að nýju eftir sumarfrí en Morten Nissen Nielsen, forstjóri Nyhedsavisen, fullyrti við Börsen um síðustu helgi að svo væri. Morten Lund vildi ekki tjá sig um málið þegar Markaðurinn hafði samband við hann. - ghh
Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira