Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu Ingimar Karl Helgason og Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 16. apríl 2008 00:01 Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs „Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins." Héðan og þaðan Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
„Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins."
Héðan og þaðan Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira