Hlaup, dans og skrif 4. júní 2008 00:01 Þóra Helgadóttir Segir að þegar hún eigi tíma aflögu megi ósjaldan finna sig á kaffihúsum Lundúna með nokkrar bækur og blöð sér við hlið. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA „Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Þegar kemur að frístundum er af mörgu að taka en fyrst verð ég að nefna hlaupin. Ég byrjaði fyrst að hlaupa þegar ég var í námi í London árið 2005. Nú á ég eitt heilt og nokkur hálf maraþon að baki. Stefnan er tekin á að bæta tímann í hálfu maraþoni nú í haust í Bretlandi,“ segir Þóra Helgadóttir hagfræðingur, sem nú starfar hjá Singer og Friedlander í Lundúnum. Hún segist njóta þess að vakna snemma á morgnana og hlaupa niður að Thames. „Það er uppörvandi að fylgjast með Lundúnaborg vakna til lífsins, hvort sem það eru róðrarklúbbarnir að þeysast upp ána eða vallarstarfsmenn Fulham að undirbúa daginn. Útsýnið af Hammersmith-brúnni er ekki af verri endanum. Á miðvikudögum hleyp ég hins vegar með strákunum hjá Kaupþingi London í Hyde Park í hádeginu. Þar er keppt við klukkuna en þrátt fyrir að hafa leyft stelpu að ganga í hópinn hefur ekki hægt á okkur. Þegar ég vil algjörlega gleyma stað og stund veit ég fátt betra en að detta inn í Dance Works í London og skella mér í modern jazz-tíma. Ég stundaði dansnám og kenndi síðar hja JSB í mörg ár og því er dansinn mér alltaf kær,“ segir Þóra. Auk þess segist hún hafa gaman af lestri góðra bóka og segir smekkinn á því sviði mjög fjölbreyttan. „Það má ósjaldan finna mig á kaffihúsum borgarinnar þegar ég hef tíma aflögu með nokkrar bækur og blöð mér við hlið. Ég hef einnig gaman af því að munda pennann sjálf. Hingað til hafa skrif mín aðallega tengst fjármálum og hagfræði. Í vetur skellti ég mér hins vegar á námskeið í skapandi skrifum hjá City University. Það var virkilega ánægjuleg lífsreynsla og kynntist ég þar mjög áhugaverðu fólki. Ég hef nú einhverjar efasemdir um að ég og skáldagyðjan séum í takt en það má búast við að skúffuverkum fjölgi á næstunni.“ Með rísandi sól stefnir Þóra að því að taka sér nýja hluti fyrir hendur og segir hún að af mörgu sé að taka. „Þar sem ég bý nú við hliðina á tennisklúbbi hennar hátignar ætla ég að reyna að taka upp tennisspaða í sumar og ef til vill skrá mig á námskeið. Nýju gönguskórnir mínir standa líka ónotaðir inni í herbergi og er ég að bíða eftir rétta tækifærinu til að vígja þá,“ segir Þóra að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira