Virði fólks mælt í bílum 30. apríl 2008 00:01 Bjarni Haukur Þórsson fékk hugmyndina að einleiknum Hvers virði er ég? þegar hann var staddur í veislu með auðmönnum. Þar dregur hann upp skoplega mynd af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar. Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bjarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var viðfangsefni Bjarna Hauks samskipti kynjanna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlutverkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auðmaðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í veraldlegu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleiknum Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktaraðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir peninga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirtingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsuátak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar.
Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira