Forðast kastljós fjölmiðlanna 11. júní 2008 00:01 „Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005. Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Hann var svo áhugasamur að komast áfram í heimi verðbréfaviðskipta að hann hafði engan tíma til að útskrifast,“ varð einum viðmælenda Markaðarins að orði um Magnús Jónsson, forstjóra Atorku Group. Menn eru sammála um að Magnús sé lítið gefinn fyrir kastljós fjölmiðlanna, jafnvel hliðri sér hjá þeim eftir mætti. Magnús er sagður fljótur að átta sig á tölunum á bak við ársreikningana og fljótur að sjá tækifæri á mörkuðum þegar þau gefast. Atorka Group er fjárfestingarfélag sem skráð er í Kauphöll Íslands en hluthafar eru um 5.000 talsins. Undir fyrirtækjahattinum er 79 prósenta hlutur í samstæðunni Promens, sem er með starfsemi víða um heim; 44 prósenta hlutur í Geysi Green Energy og fjörutíu prósenta hlutur í breska flutningafyrirtækinu Interbulk. Þá eru ótaldir þriðjungs-, fjórðungs- og fimmtungshlutir í erlendum iðnfyrirtækjum víða – raunar allt til Kína. Magnús er fæddur á Norðfirði árið 1977 og fagnaði þrítugsafmælinu í apríl á síðasta ári – rétt áður en hlutabréfamarkaðir fóru á hliðina. Magnús mun hafa verið ungur að árum þegar hann fékk áhuga á fjárfestingum af ýmsum toga. Sögur herma jafnvel að á sama tíma og jafnaldrar hans hafi varið fermingarpeningunum til kaupa á hljómflutningstækjum og öðrum neysluvarningi hafi hann sett þá í hlutabréfakaup og aðrar fjárfestingar. Eins og áður sagði hefur Magnús aflað sér gríðarlegrar þekkingar á hlutabréfamörkuðum og fjárfestingarverkefnum hvers konar þrátt fyrir ungan aldur. Hann var sjóðsstjóri hjá Kaupþingi á árabilinu 1998 til 2001 og framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Uppsprettu ári síðar. Sama ár tók hann við stjórnartaumum í fjárfestingarfélaginu Ránarborg og tengdum verkefnum. Tengt því hefur hann setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, allt frá MP Verðbréfum til Jarðborana, sem nú heyra undir Geysi Green Energy, og Sæplasts á Dalvík. Síðasttalda fyrirtækið er nú hluti af Promens. Magnús og sambýliskona hans eiga tvær dætur. Hann settist í forstjórastól Atorku í nóvember árið 2005.
Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira