Lestur, veiði og skíði 9. apríl 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, segir ekki mikinn tíma aflögu til frístundaiðkunar. Hann reynir þó að komast í lestur góðra bóka og á sumrin laumast hann í veiði. Markaðurinn/Anton „Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira